Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingahús ársins á Norðurlöndunum er Geranium
Nordic Prize í ár fékk Geranium í Danmörku. Eigandi og matreiðslumeistari Geranium er stjörnukokkurinn Rasmus Kofoed, en hann hefur m.a. keppt fjórum sinnum í Bocuse d’Or, fyrst árið 2005 og þar fékk hann brons, árið 2007 fékk hann silfur, keppti í undankeppni Bocuse d’Or árið 2010 og vann þar til gullverðlauna og náði svo toppnum árið 2011 og fékk gullstyttuna frægu.
Geranium hefur 2 Michelin stjörnur og er númer 45 á San Pellegrino listanum yfir 50 bestu veitingahús í heimi.
Verðlaunin voru afhent við hátíðarkvöldverði í Munkebo Kro í Odinsvé í gær, en viðstaddir voru fulltrúar veitingastaða, fréttamenn og fulltrúar dómnefnda á Norðurlöndunum.
Þau veitingahús sem kepptu um Nordic Prize í ár voru:
- Ylajali, Oslo
- Olo, Helsinki
- Geranium, København
- Dill, Reykjavík
- Daniel Berlin, Tranås
Þeir sem hafa fengið Nordic Prize áður:
- 2012: Maaemo, Esben Holmboe
- 2011: Henne Kirkeby Kro, Allan Poulsen
- 2010: Matsalen, Mathias Dahlgren
- 2009: noma, René Redzepi
Nánari upplýsingar er hægt að lesa á heimasíðu thenordicprize.com
Mynd: thenordicprize.com
![]()
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






