Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingahús ársins á Norðurlöndunum er Geranium
Nordic Prize í ár fékk Geranium í Danmörku. Eigandi og matreiðslumeistari Geranium er stjörnukokkurinn Rasmus Kofoed, en hann hefur m.a. keppt fjórum sinnum í Bocuse d’Or, fyrst árið 2005 og þar fékk hann brons, árið 2007 fékk hann silfur, keppti í undankeppni Bocuse d’Or árið 2010 og vann þar til gullverðlauna og náði svo toppnum árið 2011 og fékk gullstyttuna frægu.
Geranium hefur 2 Michelin stjörnur og er númer 45 á San Pellegrino listanum yfir 50 bestu veitingahús í heimi.
Verðlaunin voru afhent við hátíðarkvöldverði í Munkebo Kro í Odinsvé í gær, en viðstaddir voru fulltrúar veitingastaða, fréttamenn og fulltrúar dómnefnda á Norðurlöndunum.
Þau veitingahús sem kepptu um Nordic Prize í ár voru:
- Ylajali, Oslo
- Olo, Helsinki
- Geranium, København
- Dill, Reykjavík
- Daniel Berlin, Tranås
Þeir sem hafa fengið Nordic Prize áður:
- 2012: Maaemo, Esben Holmboe
- 2011: Henne Kirkeby Kro, Allan Poulsen
- 2010: Matsalen, Mathias Dahlgren
- 2009: noma, René Redzepi
Nánari upplýsingar er hægt að lesa á heimasíðu thenordicprize.com
Mynd: thenordicprize.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?