Keppni
Staðfest: Bocuse d’Or undankeppni verður haldin á Íslandi | Skráning hefst á Gamlársdag
Nú styttist óðum í undankeppni Bocuse d’Or keppninnar í Evrópu sem haldin verður í Stokkhólmi 7. og 8. maí næstkomandi. Samkvæmt reglum keppninnar er það skilyrt að þau lönd sem taki þátt hafi haft undankeppni í sínu heimalandi um það hver hljóti þann heiður að keppa fyrir sitt land.
Í undanförnum keppnum höfum við ekki fengið nógu margar umsóknir til þess að geta haldið slíka keppni hér heima. Í mars síðastliðnum auglýstum við eftir þátttakendum fyrir næstu keppni og fengum við aðeins eina umsókn. Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu sótti um og vorum við í akademíunni mjög ánægðir með það, enda Sigurður á meðal þeirra fremstu hér heima.
Fram að þessu hefur yfirstjórn keppninnar í Lyon gefið okkur undanþágu frá þessari reglu um að halda undankeppni vegna fámennis. Nú er svo komið, aðallega vegna vaxandi áhuga margra landa í Evrópu um að vera með í keppninni, þá hefur yfirstjórn keppninnar óskað eftir því að haldin verði undankeppni sem fyrst svo allra formsatriða sé gætt.
Við höfum því ákveðið að halda undankeppni þann 18. janúar næstkomandi og auglýsum við hér með eftir áhugasömum þátttakendum. Keppnin fer fram í Hótel og Matvælaskólanum.
Auglýsing varðandi keppnina verður birt á veitingageirinn.is á morgun, 31 desember 2013.
Kær kveðja og með von um góða þátttöku
Bocuse d´Or Akademía Íslands.
![]()
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






