Keppni
Sigurður Helgason verður næsti Bocuse d´Or kandídat
16.4.2013
Bocuse d´Or Akademía Íslands hefur valið næsta Bocuse d´Or kandídat og mun Sigurður Helgason á Grillinu keppa fyrir Íslands hönd í Bocuse d´Or Europe í maí 2014 í Stokkhólm. Bocuse d´Or Europe er forkeppni fyrir aðalkeppnina sem haldin verður í Lyon í janúar 2015.
Sigurður Helgason er yfirmatreiðslumaður Grillsins en hann hóf feril sinn á veitingahúsinu Perlunni árið 1998. Hann var valinn matreiðslunemi ársins árið 1999 og útskrifaðist með hæstu einkunn árið 2001. Á árunum 1999 – 2001 starfaði Sigurður hjá Forseta embætti Íslands við veislu undirbúning undir sterkri leiðsögn Sturlu Birgissonar. Að loknu námi hélt Sigurður til Lúxemborgar þar sem hann starfaði á Resturant Lea Linster´s í 6 mánuði en sá veitingastaður skartar einni Michelin stjörnu.
Árið 2004 tók Sigurður við sem yfir matreiðslumaður á Skólabrú og starfaði þar til ársins 2006. Á árunum 2006 – 2010 fór Sigurður erlendis þar sem hann starfaði sem einkakokkur á Englandi, Írlandi og New York við góðan orðstír. Árið 2010 snéri Sigurður aftur til starfa á Grillinu og árið 2011 tók hann við sem yfirmatreiðslumaður Grillsins.
Á undanförnum árum hefur Sigurður ferðast mikið til að skoða leiðandi veitingastaði og mótað þann matarstíl sem hann leggur upp með í matargerð sinni í dag. Hann hefur meðal annars heimsótt Capital Restaurant London, Foliage, Tom Aikens restaurant og La Noisette.
Árið 2004 – 2006 starfaði Sigurður með Íslenska kokkalandsliðinu, þar sem það vann til verðlauna á Ólympíuleikunum í Þýskalandi í Scot Hot í Glasgow og Basel í Swiss.
Það má með sanni segja að Sigurður er verðugur fulltrúi okkar íslendinga í hinni heimsfrægu Bocuse d´Or keppni.
Mynd: Aðsend
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






