Food & fun
Sannkölluð sælkerahátíð í Hörpu næstkomandi helgi
Laugardaginn 1. mars verður mat gert hátt undir höfði í Hörpunni í Reykjavík. Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands verður formlega sett við hátíðlega athöfn og kokkakeppni matarhátíðarinnar Food & Fun fer fram í kjölfarið. Á sama tíma verður iðandi mannlíf á matarmarkaði Búrsins, þar sem ýmsir smáframleiðendur bjóða fram sínar vörur.
Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands, laugardaginn 1. mars kl. 12.30-14.00
Salurinn Silfurberg á 1. hæð Hörpu
Allir eru velkomnir á setningarathöfn Búnaðarþings sem hefst með léttri hádegishressingu í boði íslenskra bænda. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur, landbúnaðarverðlaunin verða veitt og Magni Ásgeirsson tekur lagið. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, setur þingið og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra flytur ávarp.
Kokkakeppni Food & Fun, laugardaginn 1. mars kl. 13.00-16.00
Salurinn Norðurljós á 1. hæð Hörpu
Food & Fun hefur löngum verið einn af hápunktum ársins í íslenskri veitingaflóru. Nokkrir gestakokkar keppa sín á milli um titilinn Food & Fun matreiðslumaður ársins í Hörpunni. Veitingastaðirnir sem taka þátt í hátíðinni munu bjóða gestum að bragða á dýrindis mat sem gerður er úr hágæða íslensku hráefni.
Vetrarmarkaður Búrsins kl. 11.00-17.00 (laugardaginn 1. mars og sunnudaginn 2. mars)
Jarðhæð Hörpu
Ljúfmetisverslunin Búrið heldur stærsta matarmarkað landsins, þar sem bændur, framleiðendur og neytendur bera saman bækur sínar og stunda viðskipti. Einkunnarorð Vetrarmarkaðarins eru „Uppruni, umhyggja og upplifun“ og öruggt að allir finna eitthvert góðmeti við sitt hæfi.
Ýmislegt um að vera á sama tíma
Á sama tíma verður ýmislegt um að vera í húsinu. Vélasalar sýna dráttarvélar, Landbúnaðarháskóli Íslands kynnir spennandi námsleiðir, hamborgarabíllinn Tuddinn verður ekki langt undan og sauðfjárbændur og Meistarafélag kjötiðnaðarmanna mæta með grillvagninn kl. 14 á laugardag.
Allir eru velkomnir í Hörpuna!
Greint frá á foodandfun.is.
Mynd frá Matarmarkaði Búrsins í Hörpu 2013: Sverrir
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel10 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






