Björn Ágúst Hansson
Myndir frá útgáfupartý og 5 ára afmæli RUB23
Á fimmtudaginn síðastliðinn hélt veitingastaðurinn RUB23 uppá 5 ára afmælisveislu staðarins og einnig var fagnað nýútkomnu matreiðslubók RUB23.
RUB23 opnaði fyrst á Akureyri í júní árið 2008 og opnuðu svo veitingastaðinn sinn í Reykjavík í fyrra og gengur mjög vel að sögn eiganda.
Það var margt um manninn í útgágupartýinu alveg frá byrjun til enda og virkilega góð stemning. Boðið var uppá drykki, sushi, lamb á prjóni og að sjálfsögðu hina frægu sushipizzu.
Bókin þeirra er mjög flott, margar flottar uppskriftir, fallegar myndir og var sett saman á aðeins 24 tímum.
Uppskriftirnar eru vel útskýrðar og auðvelt að vinna eftir þeim, þar er t.a.m. verið að kenna hvernig á að gera sushi, sushipizzuna og margt fleira, en bókin fæst bæði í búðum og á staðnum hjá þeim.
Myndir og texti: Björn og Bragi.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?