Björn Ágúst Hansson
Myndir frá útgáfupartý og 5 ára afmæli RUB23
Á fimmtudaginn síðastliðinn hélt veitingastaðurinn RUB23 uppá 5 ára afmælisveislu staðarins og einnig var fagnað nýútkomnu matreiðslubók RUB23.
RUB23 opnaði fyrst á Akureyri í júní árið 2008 og opnuðu svo veitingastaðinn sinn í Reykjavík í fyrra og gengur mjög vel að sögn eiganda.
Það var margt um manninn í útgágupartýinu alveg frá byrjun til enda og virkilega góð stemning. Boðið var uppá drykki, sushi, lamb á prjóni og að sjálfsögðu hina frægu sushipizzu.
Bókin þeirra er mjög flott, margar flottar uppskriftir, fallegar myndir og var sett saman á aðeins 24 tímum.
Uppskriftirnar eru vel útskýrðar og auðvelt að vinna eftir þeim, þar er t.a.m. verið að kenna hvernig á að gera sushi, sushipizzuna og margt fleira, en bókin fæst bæði í búðum og á staðnum hjá þeim.
Myndir og texti: Björn og Bragi.
![]()
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park



















