Smári Valtýr Sæbjörnsson
Myndir frá fyrsta félagsfundi KM
Fyrsti félagsfundur KM á þessum vetri var haldinn í gær í Hótel- og matvælaskólanum í MK þar sem boðið var upp á kvöldverð útskriftarnemenda. Góður rómur var gerður að fundinum sem þóttist takast vel. Kokkalandsliðið var kynnt fyrir félagsmönnum Klúbbs matreiðslumeistara, en viðstaddir voru auk félagsmanna Margrét Friðriksdóttir skólameistari og Baldur Sæmundsson áfangastjóri verknáms.
Forseti KM, Hafliði Halldórsson óskaði útskriftarnemum velfarnaðar í störfum sínum, að því er fram kemur facebook síðu KM.
Á fjögurra rétta matseðli útskriftarnemanna fyrir félagsmenn KM var boðið upp á:
Lystauki:
Síldartartar, eggjakrem, rúgbrauð og bennivín.
Bökuð seljurót, seljurótafroða og skessujurtarsnjór.
Steikt smælki, sýrður laukur og hvönn.
Forréttur:
Laxaballotine, hörpuskel, skötuselur, humar með ristuðu briochebrauði
Súpa:
Villisveppa cappuccino
Aðalréttur:
Ofnsteikur lambshryggur með saltbakaðri rauðrófu, kartöfluköku, rótargrænmeti og Bordelaise sósu með grafinni lambalund
Eftirréttur:
Appelsínubaka með súkkulaði pavé og vanilluís.
Það var mat manna að maturinn hefði bragðast einstaklega vel og hefði verið vel framreiddur.
Myndir: facebook síða KM
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar






