Smári Valtýr Sæbjörnsson
Myndir frá fyrsta félagsfundi KM
Fyrsti félagsfundur KM á þessum vetri var haldinn í gær í Hótel- og matvælaskólanum í MK þar sem boðið var upp á kvöldverð útskriftarnemenda. Góður rómur var gerður að fundinum sem þóttist takast vel. Kokkalandsliðið var kynnt fyrir félagsmönnum Klúbbs matreiðslumeistara, en viðstaddir voru auk félagsmanna Margrét Friðriksdóttir skólameistari og Baldur Sæmundsson áfangastjóri verknáms.
Forseti KM, Hafliði Halldórsson óskaði útskriftarnemum velfarnaðar í störfum sínum, að því er fram kemur facebook síðu KM.
Á fjögurra rétta matseðli útskriftarnemanna fyrir félagsmenn KM var boðið upp á:
Lystauki:
Síldartartar, eggjakrem, rúgbrauð og bennivín.
Bökuð seljurót, seljurótafroða og skessujurtarsnjór.
Steikt smælki, sýrður laukur og hvönn.
Forréttur:
Laxaballotine, hörpuskel, skötuselur, humar með ristuðu briochebrauði
Súpa:
Villisveppa cappuccino
Aðalréttur:
Ofnsteikur lambshryggur með saltbakaðri rauðrófu, kartöfluköku, rótargrænmeti og Bordelaise sósu með grafinni lambalund
Eftirréttur:
Appelsínubaka með súkkulaði pavé og vanilluís.
Það var mat manna að maturinn hefði bragðast einstaklega vel og hefði verið vel framreiddur.
Myndir: facebook síða KM
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Markaðurinn7 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn6 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir5 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Keppni7 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis






