Viðtöl, örfréttir & frumraun
Mikið að gera hjá Ása í Menu Veitingum | …allt voða beisik og næs að vanda
Það var mikill snúningur í eldhúsinu á veitingastaðnum Tveir Vitar í Byggðasafninu við Garðskagavita þegar fréttamaður freisting.is kíkti við í gær en fyrir utan veitingastaðinn var Sólseturshátíðin í Garðinum í fullum gangi og var sannkallað líf og fjör á hátíðinni. Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari og eigandi af Tveimur Vitum og veisluþjónustunnar Menu veitingar stóð vaktina og var virkilega hress eins og honum einum er lagið.

Tilda Swinton bregður hér á leik með Friðrik Crossfittara fyrir ljósmyndakeppnina á Crossfitstöðinni í Keflavík.
Mynd: Bjarni Sigurðsson
Það var mikið um að vera um helgina þá bæði á veitingastaðnum og í veisluþjónustunni, þar sem tekið var á móti og eldað fyrir 150 manns frá tónlistarhátíðinni All Tomorrows Parties sem haldin var á gamla varnarsvæðinu í Keflavík en þar voru aðstandendur hátíðarinnar, fréttamenn þá bæði í brunch og í kvöldmat að undanskyldu tapasveislur og aðrar veislur fyrir hina og þessa hópa, kvöldverður fyrir Keflavíkur fótboltastrákana og margt fleira.
„Fótboltastrákarnir borðuðu hjá okkur, crewið á All Tomorrows Parties, nokkrar tapasveislur, Ítalska hermenn í mat í kvöld, allt voða beisik og næs að vanda“
, sagði Bjarni Sigurðsson matreiðslumaður hjá Menu Veitingum í samtali við veitingageirann, aðspurður um hvernig var að gera um helgina.
Mynd af Ása og texti: Smári
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






