Viðtöl, örfréttir & frumraun
Mikið að gera hjá Ása í Menu Veitingum | …allt voða beisik og næs að vanda
Það var mikill snúningur í eldhúsinu á veitingastaðnum Tveir Vitar í Byggðasafninu við Garðskagavita þegar fréttamaður freisting.is kíkti við í gær en fyrir utan veitingastaðinn var Sólseturshátíðin í Garðinum í fullum gangi og var sannkallað líf og fjör á hátíðinni. Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari og eigandi af Tveimur Vitum og veisluþjónustunnar Menu veitingar stóð vaktina og var virkilega hress eins og honum einum er lagið.

Tilda Swinton bregður hér á leik með Friðrik Crossfittara fyrir ljósmyndakeppnina á Crossfitstöðinni í Keflavík.
Mynd: Bjarni Sigurðsson
Það var mikið um að vera um helgina þá bæði á veitingastaðnum og í veisluþjónustunni, þar sem tekið var á móti og eldað fyrir 150 manns frá tónlistarhátíðinni All Tomorrows Parties sem haldin var á gamla varnarsvæðinu í Keflavík en þar voru aðstandendur hátíðarinnar, fréttamenn þá bæði í brunch og í kvöldmat að undanskyldu tapasveislur og aðrar veislur fyrir hina og þessa hópa, kvöldverður fyrir Keflavíkur fótboltastrákana og margt fleira.
„Fótboltastrákarnir borðuðu hjá okkur, crewið á All Tomorrows Parties, nokkrar tapasveislur, Ítalska hermenn í mat í kvöld, allt voða beisik og næs að vanda“
, sagði Bjarni Sigurðsson matreiðslumaður hjá Menu Veitingum í samtali við veitingageirann, aðspurður um hvernig var að gera um helgina.
Mynd af Ása og texti: Smári
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni8 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar7 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






