Hinrik Carl Ellertsson
Meistarakokkur í veiðihúsinu í Norðurá
Hákon Már Örvarsson, margverðlaunaður kokkur og fyrrum matreiðslumeistari ársins á Íslandi, mun elda ofan í veiðimenn við Norðurá næsta sumar. Hann starfaði lengi vel sem yfirkokkur á veitingastaðnum Vox en auk þess starfaði hann um tíma á Hótel Holti og Michelin veitingastaðnum Lea Linster í Lúxemborg.
Eins og alkunna er í veiðiheiminum þá mun Stangaveiðifélag Reykjavíkur, í fyrsta skiptið í tæp 70 ár, ekki vera með Norðurá á leigu næsta sumar. Norðurbændur munu sjálfir sjá um ána en hafa fengið Einar Sigfússon, sem oft er kenndur við Haffjarðará, sér til aðstoðar. Einar sér um sölu veiðileyfa en auk þess mun hann sjá um rekstur veiðihússins við Norðurá.
„Ég fékk Hákon til þess að vera í Norðurá næsta sumar,“ segir Einar. „Hann er án efa einn allra fremsti kokkur landsins og lenti meðal annars í þriðja sæti í virtri kokkakeppni í Frakklandi fyrir nokkrum árum.“ Hér vísar Einar til Bocuse d’Or keppninnar, sem gjarnan er kölluð ólympíuleikar matreiðslumanna. Keppnin er haldin á tveggja ára fresti og lenti Hákon Már í þriðja sæti árið 2001.
Greint frá á vef Viðskiptablaðsins.
Mynd: Hinrik
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar7 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu






