Hinrik Carl Ellertsson
Meistarakokkur í veiðihúsinu í Norðurá
Hákon Már Örvarsson, margverðlaunaður kokkur og fyrrum matreiðslumeistari ársins á Íslandi, mun elda ofan í veiðimenn við Norðurá næsta sumar. Hann starfaði lengi vel sem yfirkokkur á veitingastaðnum Vox en auk þess starfaði hann um tíma á Hótel Holti og Michelin veitingastaðnum Lea Linster í Lúxemborg.
Eins og alkunna er í veiðiheiminum þá mun Stangaveiðifélag Reykjavíkur, í fyrsta skiptið í tæp 70 ár, ekki vera með Norðurá á leigu næsta sumar. Norðurbændur munu sjálfir sjá um ána en hafa fengið Einar Sigfússon, sem oft er kenndur við Haffjarðará, sér til aðstoðar. Einar sér um sölu veiðileyfa en auk þess mun hann sjá um rekstur veiðihússins við Norðurá.
„Ég fékk Hákon til þess að vera í Norðurá næsta sumar,“ segir Einar. „Hann er án efa einn allra fremsti kokkur landsins og lenti meðal annars í þriðja sæti í virtri kokkakeppni í Frakklandi fyrir nokkrum árum.“ Hér vísar Einar til Bocuse d’Or keppninnar, sem gjarnan er kölluð ólympíuleikar matreiðslumanna. Keppnin er haldin á tveggja ára fresti og lenti Hákon Már í þriðja sæti árið 2001.
Greint frá á vef Viðskiptablaðsins.
Mynd: Hinrik
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






