Hinrik Carl Ellertsson
Meistarakokkur í veiðihúsinu í Norðurá
Hákon Már Örvarsson, margverðlaunaður kokkur og fyrrum matreiðslumeistari ársins á Íslandi, mun elda ofan í veiðimenn við Norðurá næsta sumar. Hann starfaði lengi vel sem yfirkokkur á veitingastaðnum Vox en auk þess starfaði hann um tíma á Hótel Holti og Michelin veitingastaðnum Lea Linster í Lúxemborg.
Eins og alkunna er í veiðiheiminum þá mun Stangaveiðifélag Reykjavíkur, í fyrsta skiptið í tæp 70 ár, ekki vera með Norðurá á leigu næsta sumar. Norðurbændur munu sjálfir sjá um ána en hafa fengið Einar Sigfússon, sem oft er kenndur við Haffjarðará, sér til aðstoðar. Einar sér um sölu veiðileyfa en auk þess mun hann sjá um rekstur veiðihússins við Norðurá.
„Ég fékk Hákon til þess að vera í Norðurá næsta sumar,“ segir Einar. „Hann er án efa einn allra fremsti kokkur landsins og lenti meðal annars í þriðja sæti í virtri kokkakeppni í Frakklandi fyrir nokkrum árum.“ Hér vísar Einar til Bocuse d’Or keppninnar, sem gjarnan er kölluð ólympíuleikar matreiðslumanna. Keppnin er haldin á tveggja ára fresti og lenti Hákon Már í þriðja sæti árið 2001.
Greint frá á vef Viðskiptablaðsins.
Mynd: Hinrik

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?