Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kokkar deyja ekki ráðalausir
Í gær var haldin grillveisla hjá Icelandair Technical Service (ITS) en hjá fyrirtækinu starfa um 300 manns. Þegar allir vilja fá nýgrillaðan BBQ smurðan burger með osti í hádeginu þá var Hjörleifur Árnason fenginn í verkið, en hann er matreiðslumaður að mennt og starfar nú hjá ITS í varahluta- og innkaupadeild.
„Eins og þú veist var leiðindaveður í gær, rigning og rok en það stoppar ekki kallinn, setti bara upp súrefnisgrímu og hélt áfram. Þegar reykurinn var orðinn svo mikill að við sáum ekki grillið settum við bara upp stóru grímurnar og héldum áfram. Þetta er alveg eins og í flugvélabransanum, the show must go on, vél á jörðinni er tapaður peningur“, sagði Hjörleifur hress í samtali við freisting.is og er rétt að taka fram að allar þessar grímur voru á leiðinni í ruslið sökum aldurs.
Til gamans má geta að þeir félagar Ottó Magnússon og Hjörleifur Árnason tóku þátt í heimsmeistaramóti í klakaskurði sem haldið var 26. – 28. febrúar síðastliðinn í Fairbanks í Alaska, en hægt er að lesa fréttir, myndir ofl. um mótið hér.
Myndir: Þorsteinn Kristjánsson
/Smári
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini





