Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kokkar deyja ekki ráðalausir
Í gær var haldin grillveisla hjá Icelandair Technical Service (ITS) en hjá fyrirtækinu starfa um 300 manns. Þegar allir vilja fá nýgrillaðan BBQ smurðan burger með osti í hádeginu þá var Hjörleifur Árnason fenginn í verkið, en hann er matreiðslumaður að mennt og starfar nú hjá ITS í varahluta- og innkaupadeild.
„Eins og þú veist var leiðindaveður í gær, rigning og rok en það stoppar ekki kallinn, setti bara upp súrefnisgrímu og hélt áfram. Þegar reykurinn var orðinn svo mikill að við sáum ekki grillið settum við bara upp stóru grímurnar og héldum áfram. Þetta er alveg eins og í flugvélabransanum, the show must go on, vél á jörðinni er tapaður peningur“, sagði Hjörleifur hress í samtali við freisting.is og er rétt að taka fram að allar þessar grímur voru á leiðinni í ruslið sökum aldurs.
Til gamans má geta að þeir félagar Ottó Magnússon og Hjörleifur Árnason tóku þátt í heimsmeistaramóti í klakaskurði sem haldið var 26. – 28. febrúar síðastliðinn í Fairbanks í Alaska, en hægt er að lesa fréttir, myndir ofl. um mótið hér.
Myndir: Þorsteinn Kristjánsson
/Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu





