Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kænan í Hafnarfirði dafnar og dafnar
Einn föstudaginn, núna nýlega hittumst við ég og ritstjórinn og tókum hús á honum Jonna sem á og rekur veitingastaðinn Kænuna á Óseyrarbraut í Hafnarfirði.
Áhersla staðarins er heimilislegur matur og þjóðlegt kaffibrauð og er við rákum inn nefið var eftirfarandi matseðill í gangi:
Paprikusúpa
Lambakótilettur í raspi með steiktum kartöflum og sósu
Saltfiskur með kartöflum og smjöri eða hamsatólg
Royalbúðingur að hætti Kænunnar
Við ákváðum að fá okkur fyrst Paprikusúpuna og var hún alveg til fyrirmyndar.
Svo fórum við báðir í kótilettur í raspi með steiktum kartöflum og við fengum feiti með ekki sósu, svo var farið á meðlætisbarinn og fengið sér grænar baunir, rauðkál, rabbabarasultu og hrásalat, en ritstjórinn fékk sér annað með eins og sést á meðfylgjandi mynd. Kótiletturnar voru svakalega góðar, stökkar að utan og lúnamjúkar inní og var þetta bara hin besta máltíð.
Svo var komið að sjaldséðum eftirrétti en það var Royal búðingur með þeyttum rjóma og minnir mig að Kænan sé eini veitingastaðurinn á landinu sem býður reglulega upp á Royalbúðing og er það vel. Búðingurinn smakkaðist eins og ávallt góður og var flottur endir á heimilislegan hádegisverð að hætti Kænunnar.
Myndir: Smári
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu






















