Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver bauð fyrst upp á Jólahlaðborð á Íslandi?
Pistillinn „Jólaglögg – Jólahlaðborð og Þorláksmessuskata“ eftir hann Wilhelm W.G.Wessman framreiðslumeistara hefur vakið mikla athygli þar sem Wilhelm segir meðal annars að fyrsta Jólahlaðborðið hafi verið haldið í Grillinu 21. desember árið 1980.
Fróðir menn segja að þetta sé ekki rétt heldur að Bjarni í Brauðbæ hafi fyrstur boðið upp á Jólahlaðborðið hér á Íslandi s.b.
grein sem birtist í Morgunblaðinu.
Í sannleika sagt get ég ekki farið að ljúga upp á sjálfan mig og segja að ég hafi ekki staðið fyrir Jólahlaðborði í Grillinu 1980. Minni mitt er óskeikult í þessu ég var aðstoðarhótelstjóri á Sögu 1980 og átti í miklu basli með að fá Konráð Guðmundsson hótelstjóra til að samþykka Jólahlaðborðið og fékk með semingi að endurtaka það 1981. Um mitt ár 1982 leigði ég allan veitinga-og ráðstefnurekstur Hótel Sögu og var þá minn eigin herra. Ég er ekki í neinum meting með hver var með fyrsta Jólahlaðborðið Grillið á Hótel Sögu eða Brauðbær.
Eftir að ég kom heim aftur eftir langa veru erlendis ( Starfaði sem ráðgjafi í opnum hótela fyrir InterContinental Hotel Group) hef ég orðið var við að hinir og þessir hafa eignað sér verkin mín ( starfað mikið á félagslega sviðinu var mikið í menntamálum og formaður SVG nú SAF í sjö ár ) svo ég er vanur maður.
, sagði Wilhelm í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um fyrsta Jólahlaðborðið á Íslandi.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






