Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hringdi drukkin á miðnætti í Ólaf til að sækja um vinnu
Ólafur Örn Ólafsson framreiðslumaður vinnur nú hörðum höndum að opna K-bar sem er nýr veitingastaður á laugavegi 74, en Ólafur auglýsti eftir matreiðslumönnum, bæði faglærða og ófaglærða aðstoðarmenn á smáauglýsingavefnum.
Ólafur fékk furðulega símhringingu vegna auglýsingarinnar í gærkvöldi og skrifar færslu á facebook í morgun og birtum við hana hér með góðfúslegu leyfi Ólafs:
Kl 23:58 í gærkvöldi hringdi síminn minn og í honum var kona sem hafði séð auglýsingu á freisting.is um að ég væri að leita að matreiðslumanni. Hún var greinilega búin að fá sér dáldið vel, en skildi ekkert í því hvað ég var dónalegur að minnast á að það væri sennilega ekki vænlegt til árangurs að hringja drukkin um miðnætti til að sækja um vinnu.
Sagði að það væri nú bara þannig að hún væri nú yfirleitt að vinna til miðnættis og að hún hefði fengið sér tvo bjóra, hvort það væri eitthvað að því?!
Ég hló, skellti á og er ennþá að leita að matreiðslumanni/Konu.
Smellið hér til að skoða smáauglýsingavefinn.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






