Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hringdi drukkin á miðnætti í Ólaf til að sækja um vinnu
Ólafur Örn Ólafsson framreiðslumaður vinnur nú hörðum höndum að opna K-bar sem er nýr veitingastaður á laugavegi 74, en Ólafur auglýsti eftir matreiðslumönnum, bæði faglærða og ófaglærða aðstoðarmenn á smáauglýsingavefnum.
Ólafur fékk furðulega símhringingu vegna auglýsingarinnar í gærkvöldi og skrifar færslu á facebook í morgun og birtum við hana hér með góðfúslegu leyfi Ólafs:
Kl 23:58 í gærkvöldi hringdi síminn minn og í honum var kona sem hafði séð auglýsingu á freisting.is um að ég væri að leita að matreiðslumanni. Hún var greinilega búin að fá sér dáldið vel, en skildi ekkert í því hvað ég var dónalegur að minnast á að það væri sennilega ekki vænlegt til árangurs að hringja drukkin um miðnætti til að sækja um vinnu.
Sagði að það væri nú bara þannig að hún væri nú yfirleitt að vinna til miðnættis og að hún hefði fengið sér tvo bjóra, hvort það væri eitthvað að því?!
Ég hló, skellti á og er ennþá að leita að matreiðslumanni/Konu.
Smellið hér til að skoða smáauglýsingavefinn.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






