Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hringdi drukkin á miðnætti í Ólaf til að sækja um vinnu
Ólafur Örn Ólafsson framreiðslumaður vinnur nú hörðum höndum að opna K-bar sem er nýr veitingastaður á laugavegi 74, en Ólafur auglýsti eftir matreiðslumönnum, bæði faglærða og ófaglærða aðstoðarmenn á smáauglýsingavefnum.
Ólafur fékk furðulega símhringingu vegna auglýsingarinnar í gærkvöldi og skrifar færslu á facebook í morgun og birtum við hana hér með góðfúslegu leyfi Ólafs:
Kl 23:58 í gærkvöldi hringdi síminn minn og í honum var kona sem hafði séð auglýsingu á freisting.is um að ég væri að leita að matreiðslumanni. Hún var greinilega búin að fá sér dáldið vel, en skildi ekkert í því hvað ég var dónalegur að minnast á að það væri sennilega ekki vænlegt til árangurs að hringja drukkin um miðnætti til að sækja um vinnu.
Sagði að það væri nú bara þannig að hún væri nú yfirleitt að vinna til miðnættis og að hún hefði fengið sér tvo bjóra, hvort það væri eitthvað að því?!
Ég hló, skellti á og er ennþá að leita að matreiðslumanni/Konu.
Smellið hér til að skoða smáauglýsingavefinn.
Mynd: aðsend
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






