Sverrir Halldórsson
Gestakokkur á Nauthól | „…þetta var virkilega ánægjuleg kvöldstund á Nauthól“

F.v. Ragnar Guðmundsson matreiðslumaður – vaktstjóri, Ari Posocco yfirmatreiðslumaður og Victor Holm Gestakokkur frá Gautaborg
Í tilefni af konudeginum s.l. þá breytti veitingastaðurinn Nauthóll aðeins til og fengu til sín gestakokkinn Victor Holm. Hann kom frá hinum geysivinsæla Barabicu Pan American Grill í Gautaborg og hefur m.a. starfað áður á tveimur af bestu veitingastöðum í borginni, Michelin-staðnum Thörnströms Kök og hinum heimsfræga Linnéa Art Restaurant.
Matreiðslumenn Nauthóls og Holm buðu upp á glæsilegan matseðil að þessu tilefni þar sem ný-norrænir straumar ráða ferð og íslenska lambið og hekluborri fá meðal annars að njóta sín.
Matseðillinn var eftirfarandi:

Lystauki
Hörpuskel í einiberjasítrusvinaigrette, eplasellerírótargel og gúrkur
Svolítið sérstakur, en frískandi og mildur

Forréttur.
Hægeldaður hekluborri (tilapia) sætkartöflumauk, steiktir sveppir, fenell, kerfilolía og humargljái
Ekki sá fallegasti, en yndisleg eldun á fiskinum og meðlæti sómaði sér vel með.

Aðalréttur
Steikt lambafille og hægeldaður rifinn lambaskanki í brickdeigi, steiktar kartöflur, sýrðir perlulaukar, grænkál og rauðbeðugljái
Þetta er sá albesti lambaréttur sem ég hef smakkað á ævinni, skankinn í brickdeiginu var á heimsmælikvarða, skemmtilegt útspil með grænkálið.

Eftirréttur
Bakað mjólkursúkkulaði með kardimommuís og eplum
Enn og aftur komu þeir okkur á óvart, þessi var svakalega góður og gaf aðalréttinum lítið eftir.
Þjónustan var frábær og staðnum til mikils sóma, þetta var virkilega ánægjuleg kvöldstund á Nauthól og ef þessi Svíi kemur aftur þá er ég mættur.
Takk fyrir okkur.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Markaðurinn7 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn6 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir5 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Keppni7 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri





