Sverrir Halldórsson
Bast: nýr veitingastaður á Hverfisgötu
Það er athafnakonan Dóra Takefusa sem að rekur þennan stað, en hún rekur staði bæði í Reykjavík og Kaupmannahöfn fyrir utan Bast. Staðurinn er staðsettur í bílastæðishúsinu á Hverfisgötu eiginlega gegnt Þjóðleikhúsinu, en til margra ára var verslunin Nexus í þessu húsnæði.
Staðurinn virðist vera frekar hallur undir holla rétti og er það hið besta mál, staðurinn er virkilega skemmtilega settur upp og fellur róandi tilfinnig yfir mann stuttu eftir innkomu.
Ég brá mér eitt laugardagshádegi og prófaði brunch diskinn hjá þeim en hann er boðinn í þremur útfærslum og valdi ég þá óhollustu.
Það sem á diskinum var eftirfarandi:

Eggjahræra, hráskinka, chorizopylsa, brauð og smjör, tvær tegundir ost, sulta, ávextir og skyr með heimagerðu musli
Þetta rann ljúflega niður með sódavatni og var maður bara mjög sáttur við sín fyrstu kynni af Bast og örugglega ekki þau síðustu. Þjónustan var fumlaus og þægileg, sem gerði þessa heimsókn enn eftirminnilegri.
Við á Veitingageirinn bjóðum ykkur velkominn í baráttuna í borginni og megi ykkur ganga vel að feta einstigið í veitingaflórunni.
![]()
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir











