Keppni
Ásgeir Sandholt í top 6 af bestu í heiminum – Einungis 1,5 % munur á milli 1. og 6. sætis
Það er orðið staðfest að Ásgeir Sandholt lenti í 5. sæti í heimsmeistarakeppninni World Chocolate Masters 2011 (WCM), sem haldin var í Frakklandi í París dagana 19. – 21. október 2011. Einungis var 1,5 % munur á milli 1. og 6. sætis í fjölda stiga.
Í kvöld var síðan hátíðarkvöldverður á þriggja Michelin stjörnu veitingastaðnum Le Pré Catelan með öllum keppendum, fjölmiðlum, styrktaraðilum ofl.
Sérstök verðlaun voru veitt fyrir:
- besta sýningarstykkið fékk Frank Haasnoot frá Hollandi.
- fallegasta hálsmenið, en þau hlaut Jana Ristau frá Þýskalandi.
- besta súkkulaðimolann (Praline) fékk Palle Sørensen frá Danmörku.
- bestu tertuna fékk Palle Sørensen frá Danmörku.
- besta eftirréttinn fékk Xavier Berger frá Frakklandi.
- vefkosningu fyrir besta sýningarstykkið fékk Veronique Rousseau frá Kanada.
Top 3 löndin í vefkosningunni urðu eftirfarandi:
5542 atkvæði – Kanada
5152 atkvæði – Þýskaland
3141 atkvæði – Ísland
Blaðamanna elítan var svo fengin til að dæma og smakka súkkulaðimolana (Praline) og fékk sjálfur sigurvegarinn Frank Haasnoot frá Hollandi flest stig þar.
Myndir frá keppninni:
- Ásgeir Sandholt í heimsmeistarakeppninni The World Champion Masters í París árið 2011
Myndir: Matthías
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Markaðurinn6 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn5 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir5 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Keppni7 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel15 klukkustundir síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri








































