Keppni
Ásgeir Sandholt í top 6 af bestu í heiminum – Einungis 1,5 % munur á milli 1. og 6. sætis
Það er orðið staðfest að Ásgeir Sandholt lenti í 5. sæti í heimsmeistarakeppninni World Chocolate Masters 2011 (WCM), sem haldin var í Frakklandi í París dagana 19. – 21. október 2011. Einungis var 1,5 % munur á milli 1. og 6. sætis í fjölda stiga.
Í kvöld var síðan hátíðarkvöldverður á þriggja Michelin stjörnu veitingastaðnum Le Pré Catelan með öllum keppendum, fjölmiðlum, styrktaraðilum ofl.
Sérstök verðlaun voru veitt fyrir:
- besta sýningarstykkið fékk Frank Haasnoot frá Hollandi.
- fallegasta hálsmenið, en þau hlaut Jana Ristau frá Þýskalandi.
- besta súkkulaðimolann (Praline) fékk Palle Sørensen frá Danmörku.
- bestu tertuna fékk Palle Sørensen frá Danmörku.
- besta eftirréttinn fékk Xavier Berger frá Frakklandi.
- vefkosningu fyrir besta sýningarstykkið fékk Veronique Rousseau frá Kanada.
Top 3 löndin í vefkosningunni urðu eftirfarandi:
5542 atkvæði – Kanada
5152 atkvæði – Þýskaland
3141 atkvæði – Ísland
Blaðamanna elítan var svo fengin til að dæma og smakka súkkulaðimolana (Praline) og fékk sjálfur sigurvegarinn Frank Haasnoot frá Hollandi flest stig þar.
Myndir frá keppninni:
- Ásgeir Sandholt í heimsmeistarakeppninni The World Champion Masters í París árið 2011
Myndir: Matthías
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park








































