Sverrir Halldórsson
Annað Off venue hjá Klúbbi Matreiðslumeistara | Haldið í bókaherberginu á Hótel Holti 18. febrúar

Það lá viss stemming í loftinu þegar komið var inn á Holtið og maður uppgötvaði að borðhaldið færi fram í bókaherbergi hótelsins og er inn var komið, kom í ljós að við myndum sitja 17 saman á einu hringborði, þetta kom skemmtilega á óvart og viðburðarnefndin strax farin að láta vita af sér.
Matseðill kvöldsins var eftirfarandi:

Andalifraterrine, Gewustraminer karamella, blómkál og trufflu „pannacotta“
Þessi réttur var framlag Friðgeirs á síðasta galadinner KM, mjög stílhreinn og einfaldur en umfram allt mjög góður
Alveg svaka flott eldun á fiski og humri, meðlæti kom passlega sterkt inní svo fiskbragðið naut sín

Heilsteikt kálfalæri „fjögurra mánaða“, heimagert spaghetti og sósa „à la minute“ | Mynd: Jóhann Sveinsson
Þessi réttur var presenteraður fyrir okkur í heilu læri á silfurbakka sem demo, fór svo inn í eldhús og skammtað á diskana og er það kom á borðið sagði maður bara vá og bragðið af réttinum, það er ógleymalegt
Engin flugeldasýning, bara plain og góður endir á góðu kvöldi
Þjónninn okkar þetta kvöld var mikill reynslubolti í faginu en hann heitir Sigurður Runólfsson.
Viðburðarnefndin á hrós skilið fyrir að hafa í tvígang komið með hráefni sem ekki er á boðstólunum á Íslandi dags daglega og skapa góða umgjörð um uppákomurnar, mig er farið að hlakka til hvers við eigum von á frá þeim herramönnum næst.
Takk fyrir mig.
![]()
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Frétt3 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu









