Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Yuzu og Zócalo opna formlega
Tveir nýir veitingastaðir hafa opnað í brottfararsalnum á Keflavíkurflugvellinum, staðsettir í hjarta Aðalstrætis matarmarkaðar sem er með góð setusvæði.
Yuzu
Vinsæli hamborgarastaðurinn Yuzu hefur opnað formlega, en boðið verður upp á vinsælustu réttina af matseðli þeirra, auk morgunverðar sem verður nýjung á seðlinum og sérstaklega þróað fyrir staðinn þeirra á flugvellinum.
Framboðið á Yuzu er undir áhrifum af austurlenskri matargerð og þróað af stjörnukokkinum Hauki Má Haukssyni (Haukur chef), sem er jafnframt einn af eigendum staðarins.
Zócalo
Zócalo er mexíkósk skyndibitakeðja í eigu Einars Arnar Einarssonar, annar stofnandi Serrano á Íslandi. Fyrsti Zócalo staðurinn var opnaður í Svíþjóð árið 2015, en í dag eru þeir orðnir sextán talsins í þremur löndum. Á Zócalo verður boðið upp á ferskan og hollan mexíkóskan mat sem hentar ólíkum þörfum á öllum tímum dagsins.
La Trattoria opnar bráðlega
Brátt opnar einnig veitingastaðurinn La Trattoria á sama svæði, en það er íslenskur veitingastaður sem býður upp á ítalska rétti, þar sem áhersla er lögð á hágæða hráefni og einfaldleika. Staðurinn opnaði fyrst í mathöllinni í Hafnartorgi og hefur notið mikilla vinsælda síðan.
Hrefna Sætran, einn af okkar þekktustu kokkum, og Ágúst Reynisson veitingamaður, eiga heiðurinn að matseðlinum á La Trattoria. Sérstök viðbót á nýja matseðlinum á flugvellinum verða ljúffengar pizzur fyrir gesti.

-
Keppni1 dagur síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni