Kokkalandsliðið
Ylfa í kokkalandsliðinu með flottar uppskriftir í nýju vorblaði SFG – #freethecucumber
Sölufélag Garðyrkjumanna (SFG) gefur út blað tvisvar á ári vor og haust síðastliðin 4 ár og nýjasta blaðið sem kom út núna er 7. tölublaðið.
Blaðið er dreift með Fréttablaðinu og Fréttatímanum og er staðsett inni í miðju blaðanna, auk þess að vera aðgengilegt á netinu.
Við höfum fengið mjög góðar viðtökum við þeim öllum. Tilgangurinn er að sýna neytendum þá miklu grósku og fjölbreytni sem er í boði hjá íslenskum grænmetisbændum. Við vildum fjalla um Kokkalandsliðið sérstaklega í blaðinu núna þar sem Sölufélag Garðyrkjumanna er stoltur samstarfsaðili,
sagði Kristín Linda Sveinsdóttir markaðsstjóri Sölufélags Garðyrkjumanna í samtali við veitingageirinn.is
SFG fékk Ylfu Helgadóttur meðlim í Kokkalandsliðinu og eigandi veitingastaðarins Kopar til að gera gúrkuuppskriftir og var hún beðin um að koma með nýtt “twist” fyrir gúrkurnar, þ.e. gera eitthvað öðruvísi og spennandi.
Það tókst svo sannarlega og erum við himinlifandi ánægð með útkomuna, en megin þema blaðsins að þessu sinni eru gúrkur.
sagði Kristín að lokum.
Skemmtilegt og fróðlegt blað sem hægt er að skoða með því að smella hér.
Hér að neðan er uppskrift af Gúrkuloni:
- Kjúklingur, rjómaostur, ananas og klettasalat vafið inní gúrkuborða
- 300 gr kjúklingur, td. úrbeinað læri
- 50 gr rjómaostur
- Ananas – bestur ferskur en dósa ananas virkar fínt líka
- 1 gúrka
- 100 gr klettasalat
- Salt og pipar
Aðferð:
Gúrka skorin í borða. Best að skera gúrkuna í tvennt, leggja einn bitann á brettið og hnífinn upp við og skera þunnan borða líkt og þú værir að flaka gúrkuna. Þetta er þolinmæðisvinna.
Kjúklingur skorin í lengjur og eldaður í ofni eða pönnu með smjöri, salti og pipar á 150°c í ca 15-20 mín eftir hvað bitarnir eru stórir.
Ananas skorin í lengjur og síðan er gúrkuborðin smurður með rjómaosti, og ananas, kjúkling og kletta salati raðað á. Rúllað upp eins og fajitas vefju.
Myndir: Skjáskot úr blaði.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame