Markaðurinn
Yfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
Marinar ehf. óskar eftir að ráða einstakling með menntun á sviði matreiðslu og haldbæra reynslu sem yfirmatreiðslumaður.
Marinar sérhæfir sig í tilbúnum réttum. Um fullt starf er að ræða.
Viðkomandi þarf að búa yfir stjórnunarreynslu og hafa góða þekkingu á HACCP ásamt því að vera úrræðagóður og framúrskarandi leiðtogi.
Viðkomandi hefur yfirumsjón með framleiðslu og vinnslu á hráefnum. Einnig innifelur starfið starfsmannastjórnun eldhússtarfsmanna.
Starfs- og ábyrgðarsvið
Almenn starfsmannastjórnun og þjálfun starfsmanna
Skipulagning og gæðastjórnun á framleiðslu í eldhúsi
Framleiðsla á tilbúnum réttum samkvæmt uppskriftum
Vöruþróun á nýjum réttum
Viðhalda og framfylgja hreinlætisstöðlum í samræmi við reglur og samskipti við viðeigandi stofnanir (Vinnueftirlit, Heilbrigðiseftirlit, Slökkvilið)
Önnur tengd verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun á sviði matreiðslu ásamt reynslu af störfum sem yfirmatreiðslumaður
Stjórnunarreynsla og leiðtogahæfileikar
Þekking/Reynsla af vinnu og tækjabúnaði í iðnaðareldhúsum
Mikil og djúp þekking á matreiðslu
Mjög góð þekking á HACCP reglum
Rík hæfni í mannlegum samskiptum
Skipulagshæfileikar og metnaður í starfi
Frumkvæði og öguð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2026.
Hulda Helgadóttir ráðgjafi hjá HH Ráðgjöf Ráðningarþjónustu hefur umsjón með ráðningu í starfið og veitir frekari upplýsingar í síma 561 5900 eða í tölvupósti [email protected]
Umsóknir óskast sendar til HH Ráðgjafar Ráðningarþjónustu í gegnum meðfylgjandi hlekk eða á heimasíðu HH Ráðgjafar www.hhr.is:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn






