Markaðurinn
Wolt fagnar fyrsta árinu á Akureyri: Ár þæginda, bragðupplifunar og vaxtar

Sverrir Helgason markaðsstjóri Wolt á Íslandi og Ahmet Demirel, forstöðumaður viðskiptaþróunar Wolt í Noregi
Vaxandi heimsendingarþjónusta Wolt fagnar nú einu ári á Akureyri. Síðustu tólf mánuði hefur Wolt umbreytt matarmenningu Akureyringa og fært þeim þægindi og fjölbreytt matarúrval beint heim að dyrum.
Síðan Wolt hóf heimsendingar á Akureyri þann 20. mars 2024 hefur fyrirtækið tekið upp samstarf við fjölbreytta veitingastaði á svæðinu og þannig gert viðskiptavinum kleift að njóta sinna uppáhaldsmáltíða með einungis nokkrum smellum á snjalltækjum. Á heildina litið bjóða nú hátt í 40 veitinga- og þjónustustaðir upp á heimsendingu með Wolt appinu í bænum. Í mestu uppáhaldi hjá matarelskendum á Akureyri hafa verið hamborgarar, evrópskur matur, kebab, tælenskur matur og mexíkóskir réttir, sem er til marks um fjölbreyttan og síbreikkandi matarsmekk íbúa.
„Það hefur verið stórkostleg vegferð að koma með Wolt til Akureyrar. Við höfum fengið mikinn stuðning bæði viðskiptavina og samstarfsaðila í veitingageiranum og erum stolt af því hlutverki okkar að gera gómsætan mat aðgengilegri um leið og við styðjum við staðbundinn rekstur fyrirtækja.
Samanlagt höfum við fært íbúum á Akureyri fleiri en 13.000 hamborgaramáltíðir yfir síðasta árið, þannig að eftirspurnin hefur klárlega verið fyrir hendi,“
segir Jóhann Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar Wolt á Íslandi.
Tíu vinsælustu réttirnir til að fá senda heim á Akureyri eru:
- Hamborgarar
- Evrópskur matur
- Kebab
- Tælenskur matur
- Mexíkóskur matur
- Matur af kaffihúsum
- Samlokur
- Pítsur
- Sushi
- Morgunmatur og bröns
Á aðeins einu ári hefur Wolt breikkað vöruúrvalið, stytt afhendingartíma og skapað ótal atvinnumöguleika fyrir sendla á svæðinu. Með frekari vexti er Wolt staðráðið í að bæta upplifun viðskiptavina, kynna nýja samstarfsaðila úr veitingageiranum og styrkja enn frekar tengsl sín við samfélagið á Akureyri.
Fimm vinsælustu veitingastaðirnir í heimsendingum á Akureyri (í stafrófsröð) eru: DJ Grill, Greifinn, Krua Siam, Sykurverk og Taste.
DJ Grill einn þeirra veitingastaða sem hefur verið með Wolt frá byrjun:
„Við höfum starfað með Wolt frá byrjun þeirra á Akureyri og það að geta boðið upp á heimsendingar hefur gríðarlega góð áhrif á söluna. Með heimsendingum náum við til nýrra viðskiptavina sem vissu ekki af okkur áður.
Við sjáum líka að sumir af fastakúnnum okkar á veitingastaðnum panta líka heim og kaupa meira af okkur en áður. Í fullri hreinskilni er núna erfitt að ímynda sér fyrirtækið án heimsendinga, eftir aðeins eitt ár.
Við óskum Wolt til hamingju með fyrsta árið sitt á Akureyri og hlökkum til margra ára í viðbót,“
segir Elva Sigurðardóttir, stofnandi DJ Grill.
Til viðbótar við mat frá veitingastöðum býður Wolt nú upp á heimsendingu snarls og matvöru frá Krambúðinni, ásamt erótískum vörum frá Blush. Stefna Wolt um að verða «verslunarmiðstöð í vasanum þínum» þýðir einnig að fleiri verslanir munu bætast við á næstu misserum.
„Um leið og við horfum til næsta ársins og frekari velgengni viljum við færa Akureyringum okkar bestu þakkir fyrir traustið og viðtökurnar.
Við hlökkum til enn fleiri ára af frábærum mat, hnökralausum heimsendingum og dýrmætum samverustundum við matarborðið,“
segir Jóhann.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni3 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Ítalskur matreiðslunemi tryggir sér sigur með íslenskum saltfiski
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Litrík helgi framundan: Hér eru staðirnir sem fagna heilögum Patrek með stæl