Uncategorized
Windham Estate og Jacob´s Creek dagar í Fríhöfninni Leifsstöð
Í júlí mánuði verða vín frá hinum virtu vínhúsum Jacob´s Creek og Orlando Wines á sérstöku kynningarverði í Fríhöfn Leifs Eiríksonar. Þessi vínhús koma frá Suður – Ástralíu og hafa getið sér gott orð á íslaenskum markaði undanfarin ár.
Vínin frá Jacob´s Creek einkennast af ferskleika, þægilegheitum og frábærum gæðum. Þau hafa verið feykivinsæl bæði í Ástralíu og í raun um allan heim. Jacob´s Creek hefur verið þekktasta merkið frá Ástralíu og verið leiðandi þar í yfir eina öld og er oftar en ekki þakkað magnaður árangur í vínútflutningi frá Ástralíu.
Meira en 80% af vínum frá Jacob´s Creek er hægt að finna í meira en 60 löndum víðs vegar um heiminn enda án efa eitt allra vinsælasta vínið frá Ástralíu.
Windham Estate hefur verið nokkuð áberandi hér á landi og hefur Bin 555 Shiraz slegið í gegn í verslunum ÁTVR á undanförnum mánuðum.
Mikið er lagt upp úr kynningu á vínunum og gefst gestum Fríhafnarinnar kostur á að smakka þessi vín við komu, helstu álagsdaga í viku hverri. Mikil verðlækkun er á áðurtöldum vínum og geta menn sparað sér nokkur hundruð kronur á hverri flösku.
Hægt er að skoða plakatið af Áströlsku dögunum hér (Pdf)
-
Veitingarýni4 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Keppni5 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matvís jólaballið verður 8. desember