Starfsmannavelta
Vox bætir í draumaliðið
Veitingastaðurinn Vox á Nordica hótel hefur bætt við í Draumaliðið sitt í eldhúsinu. Þetta er ungir og efnilegir menn og eiga mikla framtíð fyrir sér.
Fyrst ber að nefna Eyjólf Gest Ingólfsson, en hann lærði fræðin sín á Hótel Sögu. Þó svo að Eyjólfur sé ekki í landsliðinu, þá hefur hann lengi vel unnið með landsliðinu og lét ekki segja sér tvisvar að krúnuraka sig, líkt og landsliðið gerði eftirminnilega í keppninni í Erfurt dagana 17 23 Október árið 2004 .
Eyjólfur er metnaðarfullur matreiðslumaður og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.
Ólafur Haukur Magnússon er annar þeirra sem hefur komist í Draumalið Vox, en hann ættu nú margir að þekkja þar sem hann var aðstoðamaður Ragnar Ómars. í Bocuse d´Or 2005. Ólafur hefur einnig hreppt titilinn Matreiðslunemi Norðurlanda ásamt Stefáni Cosser, en þjálfari þeirra var Björn Bragi Bragason matreiðslumaður Perlunnar. Ólafur lærði á Hótel Holti.
Þess ber að geta að Vox hefur byrjað með nýjan matseðil, en hægt er að kíkja á hann á heimasíðu þeirra
Mynd: Ágúst Valves
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður