Vertu memm

Starfsmannavelta

Vox bætir í draumaliðið

Birting:

þann

Hussein Mustapha - Vox – Food & Fun 2015

Milliréttur á Vox
Skötuselur-ponzu, shiso og gerjuð seljurót

Veitingastaðurinn Vox á Nordica hótel hefur bætt við í Draumaliðið sitt í eldhúsinu. Þetta er ungir og efnilegir menn og eiga mikla framtíð fyrir sér.

Fyrst ber að nefna Eyjólf Gest Ingólfsson, en hann lærði fræðin sín á Hótel Sögu. Þó svo að Eyjólfur sé ekki í landsliðinu, þá hefur hann lengi vel unnið með landsliðinu og lét ekki segja sér tvisvar að krúnuraka sig, líkt og landsliðið gerði eftirminnilega í keppninni í Erfurt dagana 17 – 23 Október árið 2004 .

Eyjólfur er metnaðarfullur matreiðslumaður og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.

Ólafur Haukur Magnússon er annar þeirra sem hefur komist í Draumalið Vox, en hann ættu nú margir að þekkja þar sem hann var aðstoðamaður Ragnar Ómars. í Bocuse d´Or 2005. Ólafur hefur einnig hreppt titilinn Matreiðslunemi Norðurlanda ásamt Stefáni Cosser, en þjálfari þeirra var Björn Bragi Bragason matreiðslumaður Perlunnar. Ólafur lærði á Hótel Holti.

Þess ber að geta að Vox hefur byrjað með nýjan matseðil, en hægt er að kíkja á hann á heimasíðu þeirra

Mynd: Ágúst Valves

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið