Nemendur & nemakeppni
VMA nemendur heimsóttu Kalda, Bjórböðin og Hótel Kalda – Myndir
Það er í mörg horn að líta þessa dagana hjá nemendum í matreiðslu og framreiðslu í VMA. Í gærkvöld og fyrrakvöld töfruðu þeir fram góðgæti af ýmsum toga fyrir gesti í Þrúðvangi í VMA (salur matvælabrautar).
Í gærmorgun heimsóttu þeir bruggverksmiðjuna Kalda, Hótel Kalda og Bjórböðin á Litla-Ársskógssandi og kynntu sér starfsemina. Allar þessar þrjár einingar eru á hendi sama eiganda.
Heimsóknin var í senn fróðleg og ánægjuleg og virkilega gaman að sjá hversu mikil vítamínsprauta þessi uppbygging hefur orðið fyrir Litla-Árskógssand og Dalvíkurbyggð.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni.
Myndir: vma.is

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum