Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Vitinn í Sandgerði opnar á ný – Nýir eigendur taka við rekstri Vitans
![Vitinn - F.v.: Elfar Logason, Bergljót Bára, Stefán Sigurðsson, Brynhildur Kristjánsdóttir, Símon Haukur Guðmundsson og Arna Björk Unnsteinsdóttir. Á myndinni að neðan má sjá krabba- og skelfiskveislu í anda Vitans.](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2022/06/vitinn-opnar-1024x601.jpg)
F.v.: Elfar Logason, Bergljót Bára, Stefán Sigurðsson, Brynhildur Kristjánsdóttir, Símon Haukur Guðmundsson og Arna Björk Unnsteinsdóttir. Á myndinni að neðan má sjá krabba- og skelfiskveislu í anda Vitans.
VF-mynd: Hilmar Bragi.
Tvenn hjón úr Sandgerði hafa keypt húsnæði og rekstur veitingahússins Vitans í Sandgerði af hjónunum Stefáni Sigurðssyni og Brynhildi Kristjánsdóttur. Þau höfðu rekið Vitann í nær fjóra áratugi, hófu rekstur 1982 en Vitinn hefur verið lokaður síðustu tvö ár vegna heimsfaraldurs Covid-19.
Sjá einnig: Veitingahúsið Vitinn í Sandgerði lokar til frambúðar
Stefán og Brynhildur hafa verið síðustu mánuði á Kanaríeyjum og notið heitara loftlags. Stefán hefur þó ekki alvega sagt skilið við potta og pönnur, hann hefur m.a. verið að kokka á hinum kunna Klörubar. Í samtali við Víkurfréttir segist Brynhildur eiga eftir að sakna Vitans. Stefán sagðist ekki sammála henni þar og ætlaði að njóta þess að vera sestur í helgan stein.
Nýir eigendur Vitans eru tvenn hjón úr Sandgerði. Arna Björk Unnsteinsdóttir og Símon Haukur Guðmundsson annarsvegar og Bergljót Bára og Elfar Logason hinsvegar. Í samtali við Víkurfréttir sögðust þau ætla að glæða Vitann lífi að nýju.
„Við munum nýta gamalt og gott en einnig setja okkar brag á staðinn. Hér er góður grunnur og gott að byggja ofan á hann,“
sögðu þau aðspurð um hvort ráðist yrði í miklar breytingar.
Krabbaveisla Vitans verður aftur í boði
![Vitinn - Krabbaveisla](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2022/06/vitinn-krabbaveisla-1024x683.jpg)
Krabbaveisla Vitans naut mikilla vinsælda og verður aftur í boði hjá nýjum eigendum.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
Krabbaveisla Vitans naut mikilla vinsælda og verður aftur í boði hjá nýjum eigendum.
Vitinn var með matseðil í hádegi og á kvöldin þegar þau Stefán og Brynhildur ráku staðinn. Nýir eigendur ætla að hafa opið allan daginn alla daga. Vitinn hafði skapað sér sérstöðu með því að bjóða upp á grjótkrabba sem alinn var lifandi í kerjum við veitingahúsið. Grjótkrabbinn mun aftur rata á matseðil staðarins.
Frá því Vitinn lokaði fyrir tveimur árum hefur ekki verið rekið veitingahús í Sandgerði og segjast nýir eigendur vera að auka þjónustu við bæjarbúa. Þá er einnig markmið nýrra eigenda að sækja á ferðamannamarkaðinn og fá ferðamenn, bæði íslenska sem erlenda, til að stoppa í Sandgerði og gera vel við sig í mat.
Formleg opnun Vitans hefur ekki verið tímasett en hún verður bráðlega og vonandi fyrir haustið.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit