Keppni
Vínþjónn Íslands 2008
Í gær fór fram keppni um titilinn Vínþjónn Íslands 2008. Í þetta sinn voru sex manns sem kepptu. Keppnin fór þannig fram að fyrir hádegi var skriflegt próf í vínfræði og skriflegt blindsmakk á fjórum vínum og tveimur sterkum drykkjum.
Eftir hádegið fór verklegi hlutinn fram og var þá keppt í umhellingu og þjónustu á rauðvíni, munnlegu blindsmakki, og leiðréttingu á vínlista. Það voru, eins og áður sagði sex keppendur, þrír karlar og þrjár konur og það voru konurnar sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin.
Vínþjónn Íslands 2008 er Elísabet Alba Valdimarsdóttir VOX og í öðru sæti var Moa Karlsson Perlunni. Í þriðja sæti varð Linda Rós Einarsdóttir frá Perlunni.
Til gamans má geta að þær Moa og Linda eru að læra fræðin sín í Vínþjónaskóla í Halmsted í Svíþjóð og útskrifast næsta vor 2009, en þær eru núna í starfsþjálfun í Perlunni.
Aðrir keppendur voru:
Gunnlaugur Siggi Hannesson, Perlunni
Styrmir Örn Arnarsson, Perlunni
Elías Fannar Hjartarsson, Perlunni
Fyrir utan Gunnlaug og Ölbu, þá voru allir að keppa í fyrsta sinn.
Mynd; Matthías Þórarinsson, matreiðslumaður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






