Vertu memm

Keppni

Vínþjónn Íslands 2008

Birting:

þann

Vínþjónn Íslands 2008

T.v. Linda Rós Einarsdóttir, Elísabet Alba Valdimarsdóttir og Moa Karlsson

Í gær fór fram keppni um titilinn Vínþjónn Íslands 2008. Í þetta sinn voru sex manns sem kepptu. Keppnin fór þannig fram að fyrir hádegi var skriflegt próf í vínfræði og skriflegt blindsmakk á fjórum vínum og tveimur sterkum drykkjum.

Eftir hádegið fór verklegi hlutinn fram og var þá keppt í umhellingu og þjónustu á rauðvíni, munnlegu blindsmakki, og leiðréttingu á vínlista.  Það voru, eins og áður sagði sex keppendur, þrír karlar og þrjár konur og það voru konurnar sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin.

Vínþjónn Íslands 2008 er Elísabet Alba Valdimarsdóttir VOX og í öðru sæti var Moa Karlsson Perlunni.  Í þriðja sæti varð Linda Rós Einarsdóttir frá Perlunni.

Til gamans má geta að þær Moa og Linda eru að læra fræðin sín í Vínþjónaskóla í Halmsted í Svíþjóð og útskrifast næsta vor 2009, en þær eru núna í starfsþjálfun í Perlunni.

Aðrir keppendur voru:

Gunnlaugur Siggi Hannesson, Perlunni

Styrmir Örn Arnarsson, Perlunni

Auglýsingapláss

Elías Fannar Hjartarsson, Perlunni

Fyrir utan Gunnlaug og Ölbu, þá voru allir að keppa í fyrsta sinn.

Mynd; Matthías Þórarinsson, matreiðslumaður

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið