Keppni
Vínþjónn Íslands 2008
Í gær fór fram keppni um titilinn Vínþjónn Íslands 2008. Í þetta sinn voru sex manns sem kepptu. Keppnin fór þannig fram að fyrir hádegi var skriflegt próf í vínfræði og skriflegt blindsmakk á fjórum vínum og tveimur sterkum drykkjum.
Eftir hádegið fór verklegi hlutinn fram og var þá keppt í umhellingu og þjónustu á rauðvíni, munnlegu blindsmakki, og leiðréttingu á vínlista. Það voru, eins og áður sagði sex keppendur, þrír karlar og þrjár konur og það voru konurnar sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin.
Vínþjónn Íslands 2008 er Elísabet Alba Valdimarsdóttir VOX og í öðru sæti var Moa Karlsson Perlunni. Í þriðja sæti varð Linda Rós Einarsdóttir frá Perlunni.
Til gamans má geta að þær Moa og Linda eru að læra fræðin sín í Vínþjónaskóla í Halmsted í Svíþjóð og útskrifast næsta vor 2009, en þær eru núna í starfsþjálfun í Perlunni.
Aðrir keppendur voru:
Gunnlaugur Siggi Hannesson, Perlunni
Styrmir Örn Arnarsson, Perlunni
Elías Fannar Hjartarsson, Perlunni
Fyrir utan Gunnlaug og Ölbu, þá voru allir að keppa í fyrsta sinn.
Mynd; Matthías Þórarinsson, matreiðslumaður
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan