Frétt
Vinsælustu uppskriftir Grillmarkaðarins komnar út
Bókin Grillmarkaðurinn eftir Hrefnu Rósu Sætran er komin út. Hún inniheldur hátt í 70 girnilegar uppskriftir af samnefndum veitingastað. Bókin kemur út bæði á íslensku og ensku og Salka gefur út.
Bókin er óður til Grillmarkaðarins. Hún er sett upp á sama hátt og ferðalag um veitingastaðinn og á síðum hennar má finna vinsælustu rétti staðarins í bland við uppáhaldsrétti Hrefnu Rósu Sætran. Hún inniheldur sígilda rétti sem hafa horfið af matseðlinum þannig að fastakúnnar Grillmarkaðarins geta glaðst við að finna gamla kunningja á síðum hennar og geta prófað sig áfram í eldhúsinu heima.

Hrefna Rósa Sætran hefur verið meðal fremstu matreiðslumanna landsins um árabil. Hún á og rekur Fiskmarkaðinn, Grillmarkaðinn og Skelfisksmarkaðinn og er eitt þekktasta nafnið í veitingahúsarekstri hérlendis. Hún hefur stýrt og framleitt sjónvarpsþætti á öllum helstu sjónvarpsstöðvum landsins og var meðlimur í, og keppti með, kokkalandsliðinu til fjölda ára.
Eins og nafn veitingastaðarins og bókarinnar gefur til kynna er grillið í aðalhlutverki enda frábær leið til elda gott hráefni. Þótt það færist sífellt í aukana að fólk grilli allt árið getur íslensk veðrátta sett strik í reikninginn sem er ekki mjög hentugt þegar á að halda veislu. Þess vegna fylgir öllum uppskriftunum leiðbeiningar um hvernig má elda þær inni.
„Við stofnuðum Grillmarkaðinn árið 2011 og höfum verið svo lánsöm að hann hefur verið meðal vinsælustu veitingastaða landsins síðan. Við lögðum mikla vinnu í að staðurinn sjálfur og matseðillinn væri í takt við íslenskt landslag og notum mikið þau hráefni sem eru okkur innan handar í drykki og mat“
segir Hrefna Rósa Sætran og bætir við:
„Við leggjum áherslu á að bjóða upp á eins ferskt hráefni og völ er á og að þau komi beint frá bændum. Þess vegna erum við í samstarfi við fjölda íslenskra bænda sem leggja stund á fjölbreytta framleiðslu og búskap. Við viljum að fólk geti gengið að því vísu að hráefnið sé það besta sem völ er á þegar það kemur að borða á Grillmarkaðnum. Við undirbúum svo hráefnið af natni og umhyggju, bæði fyrir náttúrunni, bragðlaukunum og hefðinni.“
Nú geta sælkerar skapað sinn eigin Grillmarkað í stofunni heima og boðið vinum og í fjölskyldu í margrétta veislu með tilheyrandi fordrykk, allt í anda Grillmarkaðarins.
Björn Árnason ljósmyndaði og útkoman er einstök.
Hægt er að kaupa bókina m.a. á salka.is hér.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






