Uncategorized
Vínklúbbsfundur 23. febrúar
Mikil breyting á fundinum!!
Í þetta skipti hefur verið ákveðið að krydda aðeins upp á fundinn og velja besta Chianti 2006!!
Hvernig verður þetta framkvæmt?
Haft var samband við alla umboðsaðila sem selja Chianti á Íslandi. Þeir sem vilja taka þátt ætla að leggja fram Chianti vín frá sínum vínframleiðendum. Við í klúbbnum blind smökkum vínin og veljum vínin sem okkur finnst best.
Hvernig verða vínin dæmd:
Þetta verður gert á einfaldan hátt, vínin verða smökkuð á sama tíma, og fólk raðar vínunum niður eftir því hvað þeim finnst best, t.d. ef það verða 6 vín í boði þá verður vínunum raðað niður frá 6 sem er slakasta vínið upp í 1 sem er besta vínið. Fyrir þá sem vilja skrifa eitthvað um vínin mega þeir endilega gera það, fyrir þá sem vilja bara smakka og raða niður er í lagi líka, allt verður gert í nafnleynd.
Niðurstaðan verður birt á smakkarinn.is. Það vín sem fær hæstu einkunn verður kallað Chianti vín ársins 2006 hjá vínklúbb smakkarinn.is og Vínbarsins, og ítarleg umfjöllun um vínin verður á smakkarinn.is.
Gefið verður diplóma til heiðurs víninu sem lendir í efsta sæti.
Skrifuð verður lýsing og niðurstaða á vínunum sem lenda í 2 og 3 sæti. Fyrir þau vín sem komast ekki í efstu 3 sætin verður skrifuð lýsing en ekki sætanúmer.
Verðið er aðeins 3.000 kr..
2000 kr. fyrir léttar veitingar, 500 kr. fer í sjóðinn og rest fer í diplóma, ramma, prentun og annan kostnað.
Vínklúbbsmeðlimir sem hafa áhuga á að taka þátt eru vinsamlegast beðnir að senda Stefáni Guðjónssyni e-mail sbgka(a)centrum.is eða hringja í gsm:824-2044.
Af smakkarinn.is
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé