Vertu memm

Uncategorized

Vínklúbbsfundur 23. febrúar

Birting:

þann

Vínklúbbsfundur verður haldinn að vanda á Vínbarnum fimmtudaginn 23. febrúar kl:19:30.

Mikil breyting á fundinum!!

Í þetta skipti hefur verið ákveðið að krydda aðeins upp á fundinn og velja besta Chianti 2006!!

Hvernig verður þetta framkvæmt?

Haft var samband við alla umboðsaðila sem selja Chianti á Íslandi. Þeir sem vilja taka þátt ætla að leggja fram Chianti vín frá sínum vínframleiðendum. Við í klúbbnum blind smökkum vínin og veljum vínin sem okkur finnst best.

Hvernig verða vínin dæmd:

Þetta verður gert á einfaldan hátt, vínin verða smökkuð á sama tíma, og fólk raðar vínunum niður eftir því hvað þeim finnst best, t.d. ef það verða 6 vín í boði þá verður vínunum raðað niður frá 6 sem er slakasta vínið upp í 1 sem er besta vínið. Fyrir þá sem vilja skrifa eitthvað um vínin mega þeir endilega gera það, fyrir þá sem vilja bara smakka og raða niður er í lagi líka, allt verður gert í nafnleynd.

Niðurstaðan verður birt á smakkarinn.is.  Það vín sem fær hæstu einkunn verður kallað Chianti vín ársins 2006 hjá vínklúbb smakkarinn.is og Vínbarsins, og ítarleg umfjöllun um vínin verður á smakkarinn.is.

Gefið verður diplóma til heiðurs víninu sem lendir í efsta sæti.

Skrifuð verður lýsing og niðurstaða á vínunum sem lenda í 2 og 3 sæti. Fyrir þau vín sem komast ekki í efstu 3 sætin verður skrifuð lýsing en ekki sætanúmer.

Verðið er aðeins 3.000 kr..

2000 kr. fyrir léttar veitingar, 500 kr. fer í sjóðinn og rest fer í diplóma, ramma, prentun og annan kostnað.

Vínklúbbsmeðlimir sem hafa áhuga á að taka þátt eru vinsamlegast beðnir að senda Stefáni Guðjónssyni e-mail sbgka(a)centrum.is eða hringja í gsm:824-2044.

 

Af smakkarinn.is

Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið