Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Vínin sem fá Gyllta glasið 2022 – Fyrri partur

Birting:

þann

Gyllta Glasið 2022 - Logo

Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2022 sem var er undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Verðflokkur vína í keppni í ár er frá 2.490 kr til 4.000 kr og völdu vínbirgjar vínin til í þessa keppni. Í þessum fyrri parti voru vín frá suður við miðbaug tekinn fyrir ásamt Norður Ameríku ásamt sérstökum rósavínsflokki, en þar var ekkert verðþak og máttu vínin koma hvaðan sem er úr heiminum, þurftu bara vera árgangsmerkt.

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Grand Hótel 22. maí sl. og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra allra bestu þakkir fyrir aðstoðina, svo viljum við sérstakalega þakka Ásmundi á Grand Hóteli fyrir að veita okkur fyrstaflokks aðstöðu.

Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá vel völdu fagfólki og eiga þau þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert.

3 hvítvín, 12 rauðvín og 5 rósavín hlutu Gyllta glasið 2022 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.

Verðlaunavínin

Hvítvín:

Matua Sauvignon Blanc 2021, 2.699 kr

Auglýsingapláss

Vicar’s Choice Sauvignon Blanc 2021, 2.799 kr

Marques Casa Concha Chardonnay 2021, 3.299 kr

Rósavín:

Bouchard Ainé & Fils Pinot Noir Rosé 2021, 2.098 kr

Willm Pinot Noir Rose 2021, 2.999 kr

Villa Wolf Pinot Noir Rose 2021, 2.499 kr

Auglýsingapláss

Fleurs de Prairie 2021, 2.699 kr

Muga Rosado 2020, 2.899 kr

Rauðvín:

Trivento Golden Reserve Malbec 2020, 3,299 kr

Trapiche Gran Medalla Malbec 2018, 3.999 kr

Trapiche Perfiles Malbec 2019, 3.199 kr

Auglýsingapláss

1000 Stories Cabernet Sauvignon 2018, 3.799 kr

Hess Select Pinot Noir 2019, 3.799 kr

Glen Carlou Cabernet Sauvignon 2018, 3.399 kr

Hess Select Cabernet Sauvignon 2018 3.499 kr

Louis M Martini Sonama Cabernet Sauvignon 2018, 3.599 kr

Glen Carlou Grand Classique 2018, 3.899 kr

Auglýsingapláss

Ecologica Shiraz Malbec Organic Reserve 2020, 2.499 kr

Penfolds Koonunga Hill Shiraz 2021, 2.999 kr

Trapiche Oak Cask Malbec 2021, 2.499 kr

Tolli er framreiðslumaður að mennt og Certified Sommelier frá Court of Master Sommelier, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára. Tolli hefur verið í stjórn Vínþjónasamtaka frá árinu 2001 og sá eini sem hefur gegnt öllum störfum samtakanna, nú sem ritari og gjaldkeri. Tolli starfaði lengst af í Perlunni og var stofneigandi af Sommelier Brasserie við hverfisgötu forðum daga, í dag starfar hann hjá víninnflytjanda Globus. Hægt er að hafa samband við Tolla á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið