Markaðurinn
Viltu verða Hlemmari?
Hlemmur Mathöll leitar nú að metnaðarfullu veitingafólki sem vill opna veitingastað í rými sem er að losna á Hlemmi Mathöll.
Hlemmur Mathöll er einstakur staður þar sem kraumar fjölbreytt mannlíf og frábær matur. Bæði ferðamenn og Íslendingar elska þessa gömlu strætóstoppistöð sem varð upphafið að mathallabyltingunni, en Hlemmur Mathöll opnaði árið 2017 og er elsta mathöll landsins.
Það er ekki oft sem pláss á Hlemmi Mathöll býðst svo um er að ræða sérlega gott tækifæri.
Í samtali við forsvarsmenn Hlemms Mathallar um hvers konar stað þau óska eftir segja þau:
„Nú viljum við auka við matarframboð okkar á Hlemmi, koma inn með eitthvað geggjað sem eykur fjölbreytnina og fær bragðlaukana til að dansa!“
Þeim sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við [email protected]
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel14 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana