Markaðurinn
Viltu verða Hlemmari?
Hlemmur Mathöll leitar nú að metnaðarfullu veitingafólki sem vill opna veitingastað í rými sem er að losna á Hlemmi Mathöll.
Hlemmur Mathöll er einstakur staður þar sem kraumar fjölbreytt mannlíf og frábær matur. Bæði ferðamenn og Íslendingar elska þessa gömlu strætóstoppistöð sem varð upphafið að mathallabyltingunni, en Hlemmur Mathöll opnaði árið 2017 og er elsta mathöll landsins.
Það er ekki oft sem pláss á Hlemmi Mathöll býðst svo um er að ræða sérlega gott tækifæri.
Í samtali við forsvarsmenn Hlemms Mathallar um hvers konar stað þau óska eftir segja þau:
„Nú viljum við auka við matarframboð okkar á Hlemmi, koma inn með eitthvað geggjað sem eykur fjölbreytnina og fær bragðlaukana til að dansa!“
Þeim sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn






