Markaðurinn
Viltu verða Hlemmari?
Hlemmur Mathöll leitar nú að metnaðarfullu veitingafólki sem vill opna veitingastað í rými sem er að losna á Hlemmi Mathöll.
Hlemmur Mathöll er einstakur staður þar sem kraumar fjölbreytt mannlíf og frábær matur. Bæði ferðamenn og Íslendingar elska þessa gömlu strætóstoppistöð sem varð upphafið að mathallabyltingunni, en Hlemmur Mathöll opnaði árið 2017 og er elsta mathöll landsins.
Það er ekki oft sem pláss á Hlemmi Mathöll býðst svo um er að ræða sérlega gott tækifæri.
Í samtali við forsvarsmenn Hlemms Mathallar um hvers konar stað þau óska eftir segja þau:
„Nú viljum við auka við matarframboð okkar á Hlemmi, koma inn með eitthvað geggjað sem eykur fjölbreytnina og fær bragðlaukana til að dansa!“
Þeim sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við [email protected]
-
Bocuse d´Or20 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin






