Markaðurinn
Viltu verða Hlemmari?
Hlemmur Mathöll leitar nú að metnaðarfullu veitingafólki sem vill opna veitingastað í rými sem er að losna á Hlemmi Mathöll.
Hlemmur Mathöll er einstakur staður þar sem kraumar fjölbreytt mannlíf og frábær matur. Bæði ferðamenn og Íslendingar elska þessa gömlu strætóstoppistöð sem varð upphafið að mathallabyltingunni, en Hlemmur Mathöll opnaði árið 2017 og er elsta mathöll landsins.
Það er ekki oft sem pláss á Hlemmi Mathöll býðst svo um er að ræða sérlega gott tækifæri.
Í samtali við forsvarsmenn Hlemms Mathallar um hvers konar stað þau óska eftir segja þau:
„Nú viljum við auka við matarframboð okkar á Hlemmi, koma inn með eitthvað geggjað sem eykur fjölbreytnina og fær bragðlaukana til að dansa!“
Þeim sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði