Uppskriftir
Villibráðarpaté
1 kg villibráðarhakkefni, t.d. læri eða hreindýraframpartur
300 g grísalifur
450 g grísaspekk
2 egg
3 brauðsneiðar, skorpulausar
1 dl mjólk
1 dl brandí
1 dl púrtvín
svartur pipar, kóríander, negull, lárviðarlauf, rósapipar, timian, kanill, mace, múskat og 20 g salt á hvert kíló.
Aðferð:
Hakkið saman villibráð, lifur og spekk tvisvar sinnum. Maukið vel saman egg, brauð og mjólk í matvinnsluvél.
Blandið öllu saman í skál og kryddið. Setjið í viðeigandi form, álpappír yfir og bakið í yatnsbaði við 90 gráður þangað til kjötmælir sýnir 67 gráður.
Gaman er að bæta í patéið steinseljubitum, villisveppum, melónum, grænum pipar og furuhnetum eða pistasíum.
Höfundur: Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistari.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi