Uppskriftir
Villibráðarpaté
1 kg villibráðarhakkefni, t.d. læri eða hreindýraframpartur
300 g grísalifur
450 g grísaspekk
2 egg
3 brauðsneiðar, skorpulausar
1 dl mjólk
1 dl brandí
1 dl púrtvín
svartur pipar, kóríander, negull, lárviðarlauf, rósapipar, timian, kanill, mace, múskat og 20 g salt á hvert kíló.
Aðferð:
Hakkið saman villibráð, lifur og spekk tvisvar sinnum. Maukið vel saman egg, brauð og mjólk í matvinnsluvél.
Blandið öllu saman í skál og kryddið. Setjið í viðeigandi form, álpappír yfir og bakið í yatnsbaði við 90 gráður þangað til kjötmælir sýnir 67 gráður.
Gaman er að bæta í patéið steinseljubitum, villisveppum, melónum, grænum pipar og furuhnetum eða pistasíum.
Höfundur: Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistari.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun