Uppskriftir
Villibráðarpaté
1 kg villibráðarhakkefni, t.d. læri eða hreindýraframpartur
300 g grísalifur
450 g grísaspekk
2 egg
3 brauðsneiðar, skorpulausar
1 dl mjólk
1 dl brandí
1 dl púrtvín
svartur pipar, kóríander, negull, lárviðarlauf, rósapipar, timian, kanill, mace, múskat og 20 g salt á hvert kíló.
Aðferð:
Hakkið saman villibráð, lifur og spekk tvisvar sinnum. Maukið vel saman egg, brauð og mjólk í matvinnsluvél.
Blandið öllu saman í skál og kryddið. Setjið í viðeigandi form, álpappír yfir og bakið í yatnsbaði við 90 gráður þangað til kjötmælir sýnir 67 gráður.
Gaman er að bæta í patéið steinseljubitum, villisveppum, melónum, grænum pipar og furuhnetum eða pistasíum.
Höfundur: Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistari.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð