Vertu memm

Uppskriftir

Villibráðarpaté

Birting:

þann

Vegan hlaðborð á Grand Hóteli

Úlfar Finnbjörnsson

1 kg villibráðarhakkefni, t.d. læri eða hreindýraframpartur
300 g grísalifur
450 g grísaspekk
2 egg
3 brauðsneiðar, skorpulausar
1 dl mjólk
1 dl brandí
1 dl púrtvín
svartur pipar, kóríander, negull, lárviðarlauf, rósapipar, timian, kanill, mace, múskat og 20 g salt á hvert kíló.

Aðferð:

Hakkið saman villibráð, lifur og spekk tvisvar sinnum. Maukið vel saman egg, brauð og mjólk í matvinnsluvél.

Blandið öllu saman í skál og kryddið. Setjið í viðeigandi form, álpappír yfir og bakið í yatnsbaði við 90 gráður þangað til kjötmælir sýnir 67 gráður.

Gaman er að bæta í patéið steinseljubitum, villisveppum, melónum, grænum pipar og furuhnetum eða pistasíum.

Höfundur: Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistari.

Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið