Uppskriftir
Villibráðarpaté
1 kg villibráðarhakkefni, t.d. læri eða hreindýraframpartur
300 g grísalifur
450 g grísaspekk
2 egg
3 brauðsneiðar, skorpulausar
1 dl mjólk
1 dl brandí
1 dl púrtvín
svartur pipar, kóríander, negull, lárviðarlauf, rósapipar, timian, kanill, mace, múskat og 20 g salt á hvert kíló.
Aðferð:
Hakkið saman villibráð, lifur og spekk tvisvar sinnum. Maukið vel saman egg, brauð og mjólk í matvinnsluvél.
Blandið öllu saman í skál og kryddið. Setjið í viðeigandi form, álpappír yfir og bakið í yatnsbaði við 90 gráður þangað til kjötmælir sýnir 67 gráður.
Gaman er að bæta í patéið steinseljubitum, villisveppum, melónum, grænum pipar og furuhnetum eða pistasíum.
Höfundur: Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistari.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu