Vertu memm

Frétt

Villandi umræða um kvöldmatseðil hjá eldri borgurum

Birting:

þann

Matseðill eldri borgara

„Þetta er kvöldmatseðill í heila viku handa eldri borgurum í þjónustuíbúðum aldraðra í Reykjavík. Er virkilega ekki hægt í bullandi „góðæri“ að hafa almennilegan mat handa fólkinu sem byggði upp þetta land? Ekki einu sinni einu sinni í viku?“

Svona hefst facebook færsla sem hefur verið deilt nær 700 sinnum frá því 13. ágúst s.l. Margir hverjir eru hneykslaðir yfir matseðlinum enda lítur þetta ekki vel út við fyrstu sýn.

Fjölmargir benda á að ekki er hægt að meta þetta ef hádegismaturinn er ekki með eða eins og einn útskýrir þetta á skemmtilegan og nýstárlegan máta:

„Rosalega eru margir að hneykslast á þessu án þess að þekkja nokkuð til aðstæðna þessa fólks. Þetta er ekki elliheimili, heldur þjónustukjarni þar sem fólk eldar mikið til sjálft ef það vill. Þetta er valkvæði kvöldmatseðillinn fyrir þá sem það kjósa.

Fólkið sem býr í Furugerði er fullfært um að gera athugasemdir, líki því ekki maturinn. Þetta er vel klárt fólk með munnin fyrir neðan nefið. Það þarf enga riddara á hvítum hestum til að bjarga sér.

Það er eitthvað skrýtið við það þegar fólk barngerir eldra fólk og lætur eins og það sé varnarlaus grey. Ég myndi slaka á “auto-outrage” stillingunni.“

Hér má sjá hádegismatseðilinn sem birtur er á reykjavik.is

Matseðill eldri borgara

Færsluna er hægt að lesa í heild sinni hér:

Þetta er kvöldmatseðill í heila viku handa eldri borgurum í þjónustuíbúðum aldraðra í Reykjavík. Er virkilega ekki hægt…

Posted by Óðinn Kári Karlsson on Monday, 13 August 2018

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið