Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Vilja stækka Fjörð og byggja hótel

Birting:

þann

Verslunarmiðstöðin Fjörður í Hafnarfirði

Eigendur fjárfestingarfélagsins 220 Miðbær ehf. vilja stækka verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði og byggja hótel eða íbúðir á sömu lóð. Vilja þeir byggja á 1.700 fermetrum fyrir aftan Fjörð en ekki er búið að fullhanna viðbygginguna. Lóðin er í eigu félagsins en í hluthafahópi þess má meðal annars finna fasteignafélagið Regin, Harald Reyni Jónsson, útgerðarmann sem oftast er kenndur við Sjólaskip, og Landey, dótturfélag Arion banka.

„Félagið vill stækka lóðina þannig að hún nái frá Strandgötunni að Firði með það fyrir augum að stækka verslunarmiðstöðina sem yrði á jarðhæð nýbyggingarinnar og byggja hótel eða íbúðir á efri hæðum,“

segir Guðmundur í samtali við dv.is en nánari umfjöllun er hægt að lesa í blaðinu í dag.

 

Mynd: skjáskot af google korti

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið