Smári Valtýr Sæbjörnsson
Vilja stækka Fjörð og byggja hótel
Eigendur fjárfestingarfélagsins 220 Miðbær ehf. vilja stækka verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði og byggja hótel eða íbúðir á sömu lóð. Vilja þeir byggja á 1.700 fermetrum fyrir aftan Fjörð en ekki er búið að fullhanna viðbygginguna. Lóðin er í eigu félagsins en í hluthafahópi þess má meðal annars finna fasteignafélagið Regin, Harald Reyni Jónsson, útgerðarmann sem oftast er kenndur við Sjólaskip, og Landey, dótturfélag Arion banka.
„Félagið vill stækka lóðina þannig að hún nái frá Strandgötunni að Firði með það fyrir augum að stækka verslunarmiðstöðina sem yrði á jarðhæð nýbyggingarinnar og byggja hótel eða íbúðir á efri hæðum,“
segir Guðmundur í samtali við dv.is en nánari umfjöllun er hægt að lesa í blaðinu í dag.
Mynd: skjáskot af google korti

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
90 cm gaseldavél til sölu