Vertu memm

Frétt

Viktor Örn kynnir Íslenskan mat í Denver

Birting:

þann

Jennifer Jasinski, Viktor Örn Andrésson og Tim Kuklinski

Jennifer Jasinski, Viktor Örn Andrésson og Tim Kuklinski

Upplifið íslenskan mat, tónlist og hefðir dagana 24. – 27. september 2014 í Denver, en viðburðurinn heitir „Bragð af Íslandi í Denver 2014“ eða „Taste of Iceland in Denver 2014“.

Meðfylgjandi vídeó sýnir einn af viðburðum „Taste of Iceland„, þar sem meðal annars Hákon Már Örvarsson kynnti Íslenskan mat:

Á veitingastaðnum Rioja mun vera kynning á íslenskum mat, en þar verður matreiðslumeistarinn Viktor Örn Andrésson Matreiðslumaður ársins 2013 og Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 að elda, en hann vinnur sem yfirmatreiðslumeistari í Bláa Lóninu.

Viktor mun vinna í samvinnu við Rijoas eiganda og yfirmatreiðslumann Jennifer Jasinski sem hefur meðal annars unnið James Beard Foundation Best Chef Southwest og Colorado Chef of the Year, og Rioja’s Chef de Cuisine Tim Kuklinski bjóða upp á ógleymanlegan matseðil sem er eftirfarandi:

1. réttur – Arctic Char

Blow torched and lemon cured Arctic char Beetroots, cream cheese, horseradish, chervil

2. réttur – Icelandic Cod and Langoustine

Slowly cooked cod and dried seaweed „söl“ from Stykkishólmur, and lightly smoked langoustine salad, apple, black salsify, pickled onion

3. réttur – Icelandic Free- Range Lamb

Roasted Rack of lamb and slowly cooked lamb shoulder, sun chokes, watercress, mustard, mushrooms and madeira sauce

4. réttur – Icelandic Viking Skyr

Skyr and redcurrant mousse, chocolate cremaux.

Marzipan cake, marshmallow, skyr and lemon ice cream

Signature cocktails:

Hákarlablóð (Shark Blood) – $12

  • 1.5oz Reyka Vodka
  • 0.5oz Aquavit
  • 0.5oz caraway simple syrup
  • 0.5oz crowberry syrup
  • 0.5oz lemon juice

Nætur te (Night Tea) – $10

  • 1.5oz Reyka
  • 0.5 porcini mushroom tea
  • 0.5oz ginger simple syrup
  • 0.25oz lemon juice

Fjögurra rétta seðill mun kosta 65 dollara á mann og vínpörun á 25 dollara svo allt í allt 90 dollara per mann.

Bragð af Íslandi í Denver 2014 - Taste of Iceland in Denver 2014

Einnig verða haldnir tónleikar á Denver’s 3 Kings Tavern laugardaginn, 27. september klukkan 19:00 og þeir sem spila eru Hermigervill, Retro Stefson og Sin Fang, ásamt 3 localböndum og er frítt á tónleikana.

 

Mynd: icelandnaturally.com

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið