Bocuse d´Or
Viktor með besta fiskréttinn – Sjáðu myndirnar hér
![Viktor Örn Andrésson - Besti fiskrétturinn](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2016/05/SBR0757-1024x682.jpg)
Viktor Örn Andrésson lenti í fimmta sæti og hlaut sérstök verðlaun fyrir fiskrétt sinn í Evrópuforkeppni Bocuse d´Or
Eins og fram hefur komið, þá lenti Viktor Örn Andrésson í fimmta sæti í forkeppni Bocuse d´Or sem haldin var í Búdapest dagana 10. – 11. maí.
![Viktor Örn Andrésson](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2016/05/DSC0071-1024x682.jpg)
Viktor Örn hafði fimm og hálfa klukkustund til þess að matreiða fiskrétt og kjötrétt fyrir tuttugu dómara.
Það var Tamás Széll frá Ungverjalandi sem sigraði Bocuse d’Or Europe en hann starfar á veitingastaðnum Onyx* í Búdapest og að launum fékk hann 12,000 evrur. Í öðru sæti varð Christopher William Davidsen frá Noregi, en Christopher starfar á veitingastaðnum Søstrene Karlsen í Þrándheimum, en hann fékk að launum 9,000 evrur. Í þriðja sæti var Alexander Sjögren, (starfar sjálfstætt) frá Svíþjóð og fær hann 6,000 evrur í verðlaunafé.
Viktor hlaut eftirsóttu verðlaunin: Besti fiskrétturinn, en uppistaðan í fiskréttinum var Styrja og kavíar. Maturinn var borinn fram á fallegum viðarplötum og á glæsilegu speglafati.
Þjálfari Viktors er Sigurður Helgason, Bocuse d´Or keppandi 2015, og aðstoðarmaður er Hinrik Örn Lárusson. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og dæmdi Sturla Birgisson fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi.
Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 þegar hann vann til bronsverðlauna.
Íslensku réttirnir
Það voru 20 þjóðir sem kepptu og 11 komust áfram í sjálfa aðal keppnina sem haldin verður í þrítugasta sinn í Lyon í Frakklandi 24. og 25. janúar 2017, en þau voru:
Myndir af öllum keppnisréttunum
Myndir: Etienne Heimermann
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“8″ ]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný