Bocuse d´Or
Viktor með besta fiskréttinn – Sjáðu myndirnar hér
Eins og fram hefur komið, þá lenti Viktor Örn Andrésson í fimmta sæti í forkeppni Bocuse d´Or sem haldin var í Búdapest dagana 10. – 11. maí.
Það var Tamás Széll frá Ungverjalandi sem sigraði Bocuse d’Or Europe en hann starfar á veitingastaðnum Onyx* í Búdapest og að launum fékk hann 12,000 evrur. Í öðru sæti varð Christopher William Davidsen frá Noregi, en Christopher starfar á veitingastaðnum Søstrene Karlsen í Þrándheimum, en hann fékk að launum 9,000 evrur. Í þriðja sæti var Alexander Sjögren, (starfar sjálfstætt) frá Svíþjóð og fær hann 6,000 evrur í verðlaunafé.
Viktor hlaut eftirsóttu verðlaunin: Besti fiskrétturinn, en uppistaðan í fiskréttinum var Styrja og kavíar. Maturinn var borinn fram á fallegum viðarplötum og á glæsilegu speglafati.
Þjálfari Viktors er Sigurður Helgason, Bocuse d´Or keppandi 2015, og aðstoðarmaður er Hinrik Örn Lárusson. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og dæmdi Sturla Birgisson fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi.
Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 þegar hann vann til bronsverðlauna.
Íslensku réttirnir
Það voru 20 þjóðir sem kepptu og 11 komust áfram í sjálfa aðal keppnina sem haldin verður í þrítugasta sinn í Lyon í Frakklandi 24. og 25. janúar 2017, en þau voru:
Myndir af öllum keppnisréttunum
Myndir: Etienne Heimermann
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“8″ ]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati