Markaðurinn
Víking Gylltur hlýtur gullverðlaun hjá Monde Selection 2025
Víking Gylltur, einn af þekkustu bjórum Víking Brugghúss á Akureyri, hefur hlotið gullverðlaun á hinni virtu alþjóðlegu gæðakeppni Monde Selection 2025. Verðlaunin eru mikil viðurkenning á faglegu handverki og metnaði bruggaranna sem hafa staðið að framleiðslu Víking Gylltum frá upphafi.
Monde Selection er ein elsta og virtasta gæðakeppni heims fyrir drykkjarvörur. Sérfræðingadómnefnd, skipuð fagfólki úr bruggun, smökkun og matvælaiðnaði, leggur mat á meðal annars bragð, lykt, útlit og jafnvægi vöru. Gullverðlaunin staðfesta þau háu gæðaviðmið sem Víking Gylltur uppfyllir í hverjum einasta dropa.
„Við erum einstaklega stolt af þessum árangri,“
segir Hlynur Björnsson, vörumerkjastjóri Víking Brugghúss í tilkynningu.
„Þetta er viðurkenning á þeirri fagmennsku og ástríðu sem bruggarateymið okkar leggur í verkið á hverjum degi. Það sem gleður okkur mest er að þessi viðurkenning endurspeglar það sem við höfum alltaf viljað skapa, gæðabjór fyrir öll okkar einstöku augnablik.
Hvort sem það er við grillið, á ferðalagi með vinum eða þegar fagna þarf litlu sigrum dagsins, þá er Víking Gylltur hluti af því. Við skálum því með öllum þeim sem gera þessar stundir einstakar.“
Víking Gylltur hefur lengi verið í miklu uppáhaldi meðal íslendinga. Með þessum alþjóðlegu verðlaunum styrkist enn frekar staða hans sem gæðavara á heimsmælikvarða.
Um Monde Selection
Stofnuð árið 1961, hefur Monde Selection í Brussel veitt alþjóðleg verðlaun fyrir gæði matvæla og drykkja. Dómnefndin er skipuð óháðum sérfræðingum víðsvegar úr iðnaðinum.
Mynd: aðsend
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






