Viðtöl, örfréttir & frumraun
Viðtal: Bjarki Hilmarsson matreiðslumeistari
Það ættu nú flest allir farnir að þekkja Bjarka Hilmarsson matreiðslumeistara og nýkjörin Forseta Klúbb Matreiðslumeistara. Bjarki er frumkvöðull keppninnar „Matreiðslumaður ársins“ og hann hefur unnið sjálfboðavinnu í þágu matreiðslu- og veitingageirans til fjölda ára og á hann heiður skilið fyrir metnaðarfullt starf þar og að mati fréttaritara þá á Bjarki skilið að vera veittur Fálkaorðunni.
Fréttaritari hafði samband við kappann og lagði fyrir hann nokkrar spurningar.
Fullt nafn
Eiginkona.
Ingileif Eyleifsdóttir
Börn.
Hákon Atli 14 ára
Eyleifur Ingþór 11 ára
Arnþór Darri 7 ára
Jæja, Bjarki minn, hvar lærðir þú fræðin þín og hver er meistari þinn?
Hótel Sögu og Cafe Rosenberg í Kvosini, Francois Fons er meistarinn minn og er ég fyrsti sveinninn sem útskrifast á hans nafni.
Hvenær útskrifaðist þú?
Vorið 1987, en þá voru því miður ekki köld sveinsprófsstykki
Útaf hverju kokkinn?
Ég og Sölvi bróðir (ritari KM) vorum frekar duglegir við að elda þegar við vorum guttar, ég var meira í því að baka, til dæmis ég hringdi í mömmu í vinnuna og spurði aldrei hvort ég mætti fá mér cherrios, heldur hvort ég mætti baka. 🙂
Er þjónninn þarfaþing?
Já heldur betur, það er ömurlegt að elda góðan mat og svo er öll stemmning eyðilögð með vankunnáttu í þjónustu s.s. í því hvað er á matseðlinum, hvaða vín passar með osfr.
Núna ertu nýkjörin Forseti KM, hvað var þitt fyrsta verk í Forsetasætinu?
Það var að boða stjórnarfund inn á herbergi á hótel Ísafirði og skipta með okkur verkum( Helgi Einarsson Varaforseti, Rögnvaldur Guðbrandsson Gjaldkeri, Sölvi Hilmarsson Ritari, Hjörtur Frímansson, Ragnar Ómarsson, Sverrir Halldórsson meðstjórnendur, svo er Þorvarður Ókarsson varamaður.)
Svo ákváðum við hvar fundir næsta árs ættu að vera og hvaða þema yrði á hvejum fundi og kemur það til með að birtast á á chef.is
Við hvað ertu að vinna í núna fyrir KM?
Það eru mörg verkefni í gangi núna hjá KM eins og alltaf, meðal annars er alþjóðlegi kokkadagurinn 20 okt. sem við vinnum núna í samstarfi við beinvernd á heimsvísu í gegnum WACS (Alheimssamtök Matreiðslumanna)
Landsliðið á leið til Lux á HM í matreiðslu ( World Cup ) sem er mjög krefjandi verkefni fyrir liðið og stjórn KM.
Svo er undirbúningur fyrir Bocuse d´Or hafin að fullu sem er í janúar.
Ásamt því að undirbúa Global Chefs Challenge þar sem við þurfum að velja einn keppanda til að fara í forkeppni í Tallinn 2007, þar sem sigurvegari kemst í úrslitakeppnina sem verður Í Dubay 2008 og að sjálfsögðu Matreiðslumaður Ársins sem verður næst haldin á Akureyri haustið 2007.
Hvar starfarðu?
Á Hótel Geysi, þar sem ég hef fengið að taka þátt í að breyta sumarmatsölu yfir í alvöru heils árs hótel þar sem mikið stendur til í uppbyggingu á næstu tveimur árum
Búinn að vinna þar lengi?
Síðan 1993 árið sem ég gaf út bókina „Ljúfmeti úr Laxi og Silungi“, með tveggja ára hléi.
Góð laun?
Þegar maður er búinn að vera svona lengi á sama vinnustað, líður vel í vinnuni og fær endurgreitt frá Matvís, þá er allt í góðu.
Uppáhaldsáhald í eldhúsinu?
Þó ég sé hálfgerður tækjafíkill eftir að hafa unnið hjá Ísberg um tíma og vill nýta tæknina út í ystu æsar, þá held ég mest upp á hnífana mína sem ég keypti þegar ég var að læra (Viktorinox )
Stærsta veisla þín og varstu stressaður ?
Stærsta veislan? það eru nokkrar sem koma til greina, en hvað er stórt og hvað er Vip?
Auðvitað er maður aðeins stressaður þegar stórveislur eru annars vegar, allt þarf að smella saman svo allt gangi upp, en þær eru hver um sig áskorun um að sýna hvað í manni býr sem fagmanni með metnað á háu stigi.
Hvernig finnst þér Freisting.is?
Fínn fréttamiðill með eftirtektarverðum smáaulýsingum.
Eitthvað sem þú vilt segja við matreiðslunema sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í Sælkeraheiminn?
Já að hlusta á meistarann og HORFA Á hvernig hann vinnur og læra af því.
Sér í lagi með hnífa !!!!
Freisting.is þakkar Bjarka kærlega fyrir spjallið.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Bocuse d´Or20 klukkustundir síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var