Smári Valtýr Sæbjörnsson
Vídeó frá kveðjupartý Valla bakara | Jón Arilíus færir alla vinnsluna í Valgeirsbakarí
Valgeir Jóhannes Þorláksson, betur þekktur sem Valli bakari, hefur staðið vaktina í Valgeirsbakaríi við Hólagötu í Njarðvík frá árinu 1970, en hann seldi bakaríið nú á dögunum eftir 45 farsæl ár.
Nýi eigandinn er Jón Rúnar Arilíusson konditor og bakari en hann er jafnframt eigandi Kökulistar í Hafnarfirði. Jón kemur til með að flytja alla vinnsluna sem hann hafði í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði yfir í Valgeirsbakarí.
Í Valgeirsbakarí nú í vikunni var haldin kveðjuveisla í tilefni eigendaskipta, bæjarstjórinn í Reykjanesbæ færði Valla blómvönd og þakkir fyrir þjónustuna öll þessi og Jóni boðið velkominn á Suðurnesin. Sjónvarp Víkurfrétta kíkti í heimsókn og ræddi þar bæði við Valgeir og Jón sem má nálgast hér að neðan.
Skrunið niður til að horfa á vídeó.
![Valgeirsbakarí](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2015/12/valgeirsbakari-7.jpg)
Jón kemur til með að bæta við veisluþjónustu Valgeirs bakarís sem eflaust verður kærkomin viðbót við veisluþjónustuframboð á svæðinu.
Myndir: skjáskot úr myndbandi
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé