Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Vídeó frá kveðjupartý Valla bakara | Jón Arilíus færir alla vinnsluna í Valgeirsbakarí

Birting:

þann

Valgeirsbakarí

Valgeir Jóhannes Þorláksson, betur þekktur sem Valli bakari, hefur staðið vaktina í Valgeirsbakaríi við Hólagötu í Njarðvík frá árinu 1970, en hann seldi bakaríið nú á dögunum eftir 45 farsæl ár.

Nýi eigandinn er Jón Rúnar Arilíusson konditor og bakari en hann er jafnframt eigandi Kökulistar í Hafnarfirði.  Jón kemur til með að flytja alla vinnsluna sem hann hafði í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði yfir í Valgeirsbakarí.

Valgeirsbakarí

Kjartan Már Kjartansson, og feðgarnir Valgeir Jóhannes Þorláksson og Ásmundur Valgeirsson

Í Valgeirsbakarí nú í vikunni var haldin kveðjuveisla í tilefni eigendaskipta, bæjarstjórinn í Reykjanesbæ færði Valla blómvönd og þakkir fyrir þjónustuna öll þessi og Jóni boðið velkominn á Suðurnesin.  Sjónvarp Víkurfrétta kíkti í heimsókn og ræddi þar bæði við Valgeir og Jón sem má nálgast hér að neðan.

Skrunið niður til að horfa á vídeó.

Valgeirsbakarí

Jón kemur til með að bæta við veisluþjónustu Valgeirs bakarís sem eflaust verður kærkomin viðbót við veisluþjónustuframboð á svæðinu.

 

valgeirsbakari-8

Valgeirsbakarí

Valgeirsbakarí

Frá fyrstu árum Valgeirsbakarí

Valgeirsbakarí

Vinnslan fyrir Kökulist og Valgeirsbakarí fer öll fram hér

 

Myndir: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið