Smári Valtýr Sæbjörnsson
Vídeó frá kveðjupartý Valla bakara | Jón Arilíus færir alla vinnsluna í Valgeirsbakarí
Valgeir Jóhannes Þorláksson, betur þekktur sem Valli bakari, hefur staðið vaktina í Valgeirsbakaríi við Hólagötu í Njarðvík frá árinu 1970, en hann seldi bakaríið nú á dögunum eftir 45 farsæl ár.
Nýi eigandinn er Jón Rúnar Arilíusson konditor og bakari en hann er jafnframt eigandi Kökulistar í Hafnarfirði. Jón kemur til með að flytja alla vinnsluna sem hann hafði í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði yfir í Valgeirsbakarí.
Í Valgeirsbakarí nú í vikunni var haldin kveðjuveisla í tilefni eigendaskipta, bæjarstjórinn í Reykjanesbæ færði Valla blómvönd og þakkir fyrir þjónustuna öll þessi og Jóni boðið velkominn á Suðurnesin. Sjónvarp Víkurfrétta kíkti í heimsókn og ræddi þar bæði við Valgeir og Jón sem má nálgast hér að neðan.
Skrunið niður til að horfa á vídeó.

Jón kemur til með að bæta við veisluþjónustu Valgeirs bakarís sem eflaust verður kærkomin viðbót við veisluþjónustuframboð á svæðinu.
Myndir: skjáskot úr myndbandi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt2 dagar síðan
Óvænt áhrif TikTok: Heimsmarkaður glímir við pistasíuskort