Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Vestmannaeyjaferð – Lokakafli | 900 Grillhús og Menam á Selfossi | Veitingarýni

Birting:

þann

Eigendur hótelsins þau hjónin Magnús Bragason og Adda Jóhanna Sigurðardóttir

Eigendur hótelsins þau hjónin Magnús Bragason og Adda Jóhanna Sigurðardóttir

Við vorum árrisulir þennann morguninn, því nú ætluðum við að taka morgunmatinn snemma og vorum mættir um 8 leitið. Þetta er þessi klassíski morgunmatur og ekkert nema gott um hann að segja, en gaman hefði verið að hafa eitt atriði local, svo sem lundi, söl, rabbabari, fórum sáttir út í veðurblíðuna og keyrðum um eyjuna.

Komum svo niður á hótel rétt fyrir klukkan 12 til að tékka út og náðum að taka í hendurnar á hótelstjórunum sem eiga reksturinn og þakka fyrir góðan viðurgjörning og óska þeim alls farnaðar með stærra hótel.

Við höfðum ákveðið að fá okkur hádegisverð á stað sem er skáhalt frá hótelinu og heitir 900 Grillhús, og er inn var komið var okkur vísað til sætis og fengnir matseðlar, ákváðum við að panta okkur eftirfarandi:

Humarborgari 900 Grillhús special Grillaður hamborgari með hvítlauksristuðum humarhölum, hvítlaukssósu, káli, lauk,sveppum, Béarnaise sósu og frönskum kartöflum

Humarborgari 900 Grillhús special
Grillaður hamborgari með hvítlauksristuðum humarhölum, hvítlaukssósu, káli, lauk,sveppum, Béarnaise sósu og frönskum kartöflum

&

BBQ rif Grillhús 900 Með frönskum, hvítlaukssósu,salati ,kryddað og marinerað eftir uppskrift veitingahússins

BBQ rif Grillhús 900
Með frönskum, hvítlaukssósu,salati ,kryddað og marinerað eftir uppskrift veitingahússins

Starfsstúlkan var ein sú þreyttasta sem ég hef séð í mörg ár, dróg lappirnar eftir gólfinu og maður var farin að fylgjast með henni, því maður átti von á því þá og þegar að hún félli í gólfið. Hún hafði sagt að það væri innifalin súpa dagsins með rifjunum en ekkert um hvar hana væri að sækja svo leið tíminn, fleira fólk kom inn og pantaði og allir afgreiddir nema við.

Svo þegar 35 mínútur voru liðnar, þá náðum við sambandi við stúlkuna og spurðum frétta af matnum okkar, segir hún það er 30 mínútur bið eftir rifjunum, já einmitt, þá segjum við, það stendur ekki á matseðlinum og ekki kynntir þú það fyrir okkur þegar við pöntuðum og með það fer hún fram í eldhús og stuttu seinna kemur maturinn, smakkaðist hann bara prýðilega og minnkaði skaðann mikið.

Camenbert með rifsberja sultu og ristuðu brauði

Camenbert með rifsberja sultu og ristuðu brauði

Svo panta ég mér Djúpsteiktan Camenbert með rifsberja sultu og ristuðu brauði og svo mikil var skrapið í dömunni að mér flaug í hug hvort ekki væri ráð að setja sandpappír undir yljarnar og láta hana pússa gólfið í leiðinni.

Svo kom rétturinn á borðið og mér heldur brugðið því það sem ég horfði á var ekki það sem ég pantaði og ekki lystugt, ekkert smjör með, ég smakkaði að þessum bitum og er þetta er ritað hef ég komist að því að ein virtasta heildsala á matvöru flytur þessa vöru inn og það eru faglærðir sölumenn sem eru að pranga þessu inn á fólk útum landið, vitandi að þetta er ekki camenbert, því ef þetta væri efnagreint þá kæmi mér ekki á óvart ef osturinn væri um 10 % af innihaldinu.

Svo stóðum við upp og gerðum upp og þá stóðu einhverjir strákar á aldur við stúlkuna við barinn, en hún vissi upp á hár hvað hver hafði drukkið kvöldið áður en var varla í standi til að þjóna til borð sökum þreytu og kannski heilsuleysis.

 

ÍBV - Íslandsmeistarar í handbolta 2014

ÍBV – Íslandsmeistarar í handbolta 2014

Héldum við sem leið lá niður í Herjólf og fengum okkur sæti út við glugga, stuttu seinna verður allt í einu svaka fjör í salnum og viti menn þar voru komnir Íslandsmeistarar í handbolta 2014 ÍBV á leið til lands með dolluna með sér til að mæta í lokahóf HSÍ.

Komum svo í land og héldum ferð okkar áfram og stoppuðum á Selfossi og tókum rúnt um bæinn eða þar til Menam opnaði en þar ætluðu við að borða kvöldverð áður en við héldum til höfuðborgarinnar, við pöntuðum okkur eftirfarandi:

Rjómalöguð Sveppasúpa

Rjómalöguð Sveppasúpa

Klassísk hótelsúpa sem alltaf stendur fyrir sínu

Djúpsteika Ýsa Orly með soðnum kartöflum, hrásalati og coctailsósu

Djúpsteika Ýsa Orly með soðnum kartöflum, hrásalati og coctailsósu

Einn af fáum stöðum sem lagar sjálfur orly deigið, en kaupir ekki tilbúinn fisk í deigi, enda leyndu gæðin sér ekki,frábær matur.

Fórum við síðasta legginn sælir í lund og maður var farinn að spá í næstu ferð, meira um það seinna.

Fleira tengt efni:

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið