Keppni
Verðlaunavín Gyllta Glasið 2018
Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2018 sem var haldin í 14 sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Verðflokkur vína í keppni frá 2.490 kr. til 3.500 kr, sá sami og síðan 2012, vínin máttu koma frá öllum heiminum og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.
Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Hótel Hilton Nordica sunnudaginn 6. Mai. Þáttakan í Gyllta glasinu í ár var mjög góð viðað við verðflokkinn, en alls skiluðu sér 154 vín til leiks en aldrei hafa svo mörg vín tekið þátt. Í ár var dómarapanelinn verulega sterkur með þekktum vínsérfræðingum, vínbirgjum, reyndum vínáhugamönnum innan veitingargreirans og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra allra bestu þakkir fyrir þáttökuna í þetta mjög svo krefjandi verkefni, það geta ekki hver sem er smakkað blint 155 vín á einum degi, bravó til bragðlauka ykkar og reynslu.
Alls voru það um 20 manns sem blindsmökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala. Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá vel völdu fagfólki og eiga þau þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert, svo má alls ekki gleyma Hilton Reykjavík Nordica og Guðrúnu Björk fyrir þeirra hlut að útvega okkur fyrsta flokks aðstöðu og þjónustu með frábærum veitinginum.
6 hvítvín, 15 rauðvín hlutu Gyllta glasið 2018 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.
Hvítvín:
Arthur Metz Pinot Gris 2016
Jacobus Riesling Trocken 2016
Ribbonwood Sauvignon Blanc 2017
Villa Maria Private Bin Riesling Organic 2016
Domaine Laporte Sancerre Les Grandmontains 2016
Weingut Pfaffl Riesling Sonne 2017
Rauðvín:
Emiliana Coyam 2014
Trivento Golden Reserve Malbec 2016
Trapiche Gran Medalla Malbec 2015
Penfolds Koonunga Hill Shiraz 2016
Amalaya Tinto de Corte 2015
Torres Gran Coronas Reserva Cabernet Sauvignon 2013
di Lenardo Just Me Merlot 2015
Bodegas Cepa 21. Hito 2016
Piccini Memoro Vintage 2012
Escapades Cabernet Sauvignon Shiraz Malbec 2016
1000 Stories Zinfandel 2015
Allegro Primitivo Organic 2016
Navarrsotillo Magister Bibendi Graciano Reserva Vegan 2012
Morandé Gran Reserva Merlot 2013
Gérard Bertrand Grand Terroir Tautavel 2015
Vínþjónasamtökin vilja þakka sérstaklega öllum dómurum og birgjum fyrir frábæra þáttöku og óskum við sigurvegurum til hamingju.
f.h. Vínþjónasamtaka Íslands
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð