Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vel heppnuð sælkeraveisla í Ýdölum – Myndir
Arctic Challenge í samvinnu við Þingeyjarsveit stóðu fyrir sannkallaðri sælkeraveislu í Ýdölum. Um var að ræða tvö kvöld og voru í boði fimmtíu sæti hvort kvöld.
Um Sindra
Sindri Freyr Ingvarsson matreiðslumaður, sigurvegari Arctic Chef 2024, sá um að matreiða dýrindis krásir fyrir veisluna úr hráefni sem að magninu til kom úr héraðinu.
Sindri Freyr byrjaði í matreiðslunáminu sínu 2016 á Akureyri. Hann fór strax á samning og byrjaði að læra grunninn í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hann flutti svo til Danmörk í kringum 2018-2019 og vann þar á fyrsta Michelin-stjörnu staðnum sem að hann hefur unnið á.
Í covid flutti hann aftur heim og hóf störf á seinni Michelin-stjörnu staðnum en það er Dill resturant og vann hann undir leiðsögn Gunnars Karli Gíslasyni. Af honum lærði Sindri flest allt sem að hann nýtir sér í daglegu lífi og vinnu, er Sindri Freyr ævarandi þakklátur fyrir þá reynslu sem að hann fékk þar.
Eftir um 2 ár Í Reykjavík flutti hann aftur norður til Akureyrar eftir að hann kláraði matreiðslunámið frá Hótel og matvælaskólanum í janúar 2024. Einnig var Sindri Freyr hluti af landsliði matreiðslumanna á Ólympíuleikunum 2024, hann kom svo norður og tók þátt í Arctic Chef keppninni þar sem að hann kom, sá og sigraði.
Því má segja að árið 2024 hafi verið mjög viðburðarríkt hjá kappanum.
Í dag vinnur hann hjá Berjaya hotels á Akureyri.
Um Elmar Freyr
Elmar Freyr Arnaldsson, framreiðslumaður, sem lenti í öðru sæti í Arctic Mixologist 2024, sá um vínpörun í veislunni ásamt því að bjóða upp á kokteilinn sem að landaði honum öðru sætinu í keppninni.
Elmar Freyr hóf störf í matvælageiranum við uppvask árið 2015, hefur hann unnið sem barþjónn síðan 2019. Hann var fyrst um sinn hjá Rub23 en fór yfir á Centrum Kitchen & Bar og vann hann þar sem bar manager.
Elmar Freyr hefur alltaf haft mikinn áhuga á kokteilagerð og sérstaklega kokteilakeppnir. Hefur hann tekið þátt í öllum barþjónakeppnum Arctic Challenge þar sem að hann lenti í öðru sætinu núna árið 2024. Einnig hefur hann tekið þátt í Grey Goose keppninni þar sem að yfir 150 barþjónar um allt land þreyttu keppni en Elmar Freyr komst í undanúrslit í þeirri keppni.
Í dag vinnur hann sem veitingasjóri á Centrum Kitchen & Bar.
- Árni Þór Árnason matreiðslumaður og formaður Arctic Challenge ávarpar gesti
Mat-, og kokteilaseðill
Matseðillinn var eftirfarandi:
Taðreyktur silungur frá Geiteyjarströnd
soðbrauð – hvönn – broddkúmen – sýrður rjómi
Kartöflur frá Vallakoti
skessujurt – Feykir ostur – sinnepsfræ
Bleikja frá Haukamýri
súrmjólk – piparrót – gúrka frá Hveravöllum – rúgbrauð frá Bjarnaflagi
Ærfilé frá Hriflu
ærhjörtu frá Hriflu – grænkál frá Vallakoti – hamsatólgur frá Stóruvöllum
Skyrmús frá Hriflu
sýrð krækiber – aðalbláber – karamella – kerfill (ber tínd úr héraði)
Kokteilaseðill:
Stóruvellir Spritz
rabbarbarasíder – eldblóm – stikkilber
Wake up call
Arctic Mixologic kokteill 2024
kryddjurtalegið vodka – aperol, sætur vermouth, espresso infused
Skútustaðar-Sveppur
sveppalegið viskí – rúgbrauðsbjórssýróp frá Mývatnsöl – kakó bitter
Ýdalir mojito
romm – myntulíkjör – mjaðjurtarsýróp – hundasúra – lime
Myndir: aðsendar / Rúnar Ingi Guðjónsson

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun