Nemendur & nemakeppni
Vel heppnuð Nemakeppni Kornax – Sigurvegari er Íris Björk Óskarsdóttir
Hin árlega Nemakeppni Kornax var haldin með glæsibrag í húsnæði Hótel- og matvælaskólans 14.-15. mars sl. Níu nemendur frá sjö bakaríum öttu kappi í þessari skemmtilegu keppni sem haldin er af Kornax í samstarfi við Klúbb bakarameistara, Landssamband bakarameistara og Hótel- og matvælaskólann. Verkefni nemanna er að útbúa glæsilegt veisluborð sem samanstendur af ýmsu brauðmeti og skrautstykkjum.
Keppnin nýtur vaxandi vinsælda og er óhætt að segja að vel hafi tekist til með baksturinn í ár. Dómnefnd tók sér langan umhugsunartíma og var rafmögnuð spenna í loftinu á lokahófi keppninnar þegar úrslit voru kunngjörð. Sigurvegari Nemakeppninnar í ár kemur frá Topp Tertum og Brauð og heitir Íris Björk Óskarsdóttir. Íris hlaut að launum eigna- og farandbikar auk ferðavinnings. Ennfremur veitir eitt af úrslitasætum keppninnar rétt til þátttöku í Evrópukeppni bakaranema. Dómnefndina í ár skipuðu þau Daníel Kjartan Ármannsson (Mosfellsbakarí), Rebekka Helen Karlsdóttir (Brauða- og Kökugerðinni) og Elías Þórisson (Passion bakarí), sem öll eru fyrrum sigurvegarar keppninnar.
Það voru þeir Ásgeir Þór Tómasson frá Hótel- og matvælaskólanum og Þór Fannberg Gunnarsson frá Kornaxi sem höfðu veg og vanda af umsjón keppninnar.
Úrslit urðu þessi:
1. sæti Íris Björk Óskarsdóttir, Topp Tertur og Brauð
2. sæti Rúnar Snær Jónsson, Jói Fel
3. sæti Magnús Steinar Magnússon, Reyni bakari

F.v. Íris Björk Óskarsdóttir (1. sæti), Rúnar Snær Jónsson (2. sæti) og Magnús Steinar Magnússon (3. sæti)
Eftirfarandi nemar tóku þátt í ár:
Einar Valur Einarsson, Jói Fel
Rúnar Snær Jónsson, Jói Fel
Magnús Snær Árnason, Bæjarbakarí
Magnús Steinar Magnússon,Reynir bakari
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Hérastubb
Kjartan Ásbjörnsson, Guðnabakarí
Íris Björk Óskarsdóttir, Topp Tertur og Brauð
Andri Már Ragnarson, Reyni Bakari
Tómas Leifsson, Mosfellsbakarí
Myndir: kornax.is
/Smári

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?