Vín, drykkir og keppni
Vel heppnuð bjórhátíð í Hveragerði – „Þetta verður klárlega endurtekið aftur…“ – Myndir
Vegleg bjórhátíð var haldin 22. – 23. október s.l. þar sem 28 úrvals-framleiðendur, 300 gestir komu saman og útkoman var stanslaust fjör. Hátíðin var haldin í alvöru ´tropical´ gróðurhúsi sem er staðsett í Þelamörk 29, miðsvæðis í Hveragerði.
Það var Ölverk brugghús í Hveragerði, sem hafði veg og vanda af skipulagningu bjórhátíðarinnar.
Uppselt var á sjálfa bjórhátíðina, en hægt var að kaupa miða í eftirpartýið, en þar hélt Rebekka Ashley eða DJ RASLEY uppi fjörinu. Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður spilaði í sjálfri hátíðinni.
Með fylgir listi framleiðenda sem voru á hátíðinni:
– Húsavík Öl ( Húsavík )
– The Brothers Brewery ( Vestmannaeyjar )
– Víking brugghús ( Akureyri )
– Litla brugghúsið ( Garðinum )
– Malbygg ( Reykjavík )
– Og Natura ( Hafnarfjörður )
– Smiðjan brugghús ( Vík )
– Stereo bar ( Reykjavík )
– Agla gosgerð ( Reykjavík )
– Eimverk distillery ( Garðabæ )
– Borg brugghús ( Reykjavík )
– Álfur brugghús ( Reykjavík )
– Böl brugghús ( Reykjavík )
– Session Craftbar ( Reykjavík )
– Ölverk brugghús ( Hveragerði )
– Ægir brugghús ( Reykjavík )
– RVK brewing ( Reykjavík )
– Icelandic Glacial ( Ölfus )
– Beljandi brugghús ( Breiðdalsvík)
– Austri brugghús ( Egilsstaðir)
– Gæðingur brugghús ( Kópavogur)
– Ölvisholt brugghús ( Flóahrepp )
– Segull 67 brugghús ( Siglufjörður )
– Mjólkursamsalan ( Reykjavík )
– KHB Brugghús ( Borgarfjörður Eystri )
Vel heppnuð bjórhátíð og skipuleggjendur í skýjunum segja meðal annars í tilkynningu að þetta verður klárlega endurtekið aftur í október 2022.
Með fylgja myndir frá bjórhátíðinni sem að Dagný Dögg Steinþórsdóttir tók:
Myndir: facebook / Ölverk / Dagný Dögg Steinþórsdóttir

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum