Smári Valtýr Sæbjörnsson
Vel heppnaður Matarmarkaður Búrsins
![Gísli Einarsson bar sigur úr býtum í landnámshænueggjakökukeppni sem fór fram á matarmarkaði Búrsins. Það voru þau Dagur B. Eggertsson borgarstóri og Áslaug Snorradóttir matarstílisti sem öttu kappi við Gísla. Dómarar voru Hrefna Rósa Sætran og Gunnar Karl Gíslason matreiðslumenn.](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2014/11/IMG_6684-X3-1024x682.jpg)
Gísli Einarsson bar sigur úr býtum í landnámshænueggjakökukeppni sem fór fram á matarmarkaði Búrsins. Það voru þau Dagur B. Eggertsson borgarstóri og Áslaug Snorradóttir matarstílisti sem öttu kappi við Gísla. Dómarar voru Hrefna Rósa Sætran og Gunnar Karl Gíslason matreiðslumenn.
Margt var um manninn bæði af framleiðendum og neytendum á Matarmarkaði Búrsins um helgina s.l. Þar komu saman um fimmtíu framleiðendur víðsvegar af landinu með bragðgott ljúfmeti sem féll vel í kramið hjá gestum markaðarins.
Eirný Sigurðardóttir eigandi ljúfmetisverslunarinnar Búrsins, sem staðsett er að Grandagarði 35, ásamt Hlédísi Sveinsdóttur verkefnastýru og fyrrverandi formanni Beint frá býli standa að markaðnum. Óhætt er að segja að Matarmarkaður Búrsins sé búin að festa sig í sessi hjá neytendum.
Góðgæti sem var á boðstólum hefur aldrei verið eins fjölbreytt og þar má nefna ferskt kanínukjöt, grafinn bláberja ær vöðvi, ostrusveppir, rabbarbara og hvannarsulta, vistvænn kjúklingur frá litlu gulu hænunni, heitreykt hrogn, kínversk silkihænuegg frá Júlíus landnámshænueggjabónda, Hangikjöt frá Ytri Fagradal sem er lagað með sjávarsalti frá Saltverk á vestfjörðum, birkisíróp, sælkera sinnep, tvíreykt hangikjöt frá Kiðafelli, vistvænt svínakjöt frá Bjarteyjarsandi, þara pestó, kartöflukonfekt, súrblökusleikjó, tómatkryddsulta, handgert súkkulaði, reykt graskers súrdeigsbrauð, rabbarbarasaft, ein besta súkkulaði kaka heims frá Bergsson mathús og margt margt fleira.
Fréttastofa Stöðvar 2 heimsótti markaðinn sem hægt er að horfa á hér.
Fleiri myndir frá Matarmarkaðinum er hægt að skoða með því að smella hér.
Myndir: Helga Björnsdóttir
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni21 klukkustund síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný