Vertu memm

Keppni

Vel heppnað Íslandsmót í rúllupylsugerð – Hafdís og Matthías sigruðu annað árið í röð

Birting:

þann

Vinningshafar F.v. Jón Jónsson frá Kirkjubóli, Hafdís Sturlaugsdóttir og Kirkjubólssystkinin Jón Valur Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir

Vinningshafar
F.v. Jón Jónsson frá Kirkjubóli, Hafdís Sturlaugsdóttir og Kirkjubólssystkinin Jón Valur Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir

Íslandsmótið í rúllupylsugerð var haldið laugardaginn 23. nóvember 2013 s.l. í félagsheimilinu Sævangi á Ströndum. Keppnin var haldin í annað sinn af Slow food samtökunum á Íslandi og Sauðfjársetrinu á Ströndum.

Keppnisreglur:

  • Þáttakendur mega koma með eins margar gerðir rúllupylsu og þeir vilja.
  • Þáttakendur bjóða gestum að smakka á rúllupylsunum.
  • Dómnefnd valinkunnra matgæðinga og smakkara munu leggja dóm á lykt, áferð, bragð, framsetningu og frumleika.
  • Viðurkenningar verða veittar fyrir 3 efstu sætin og aukaverðlaun fyrir frumleika.

Til keppni komu 11 tegundir af rúllupylsum og engar tvær eins, þannig að dómnefnd hafði nóg að gera að smakka, lykta og horfa á herlegheitin.

Dómnefndin - F.v. Bára Karlsdóttir, Sverrir Þór Halldórsson og Halla Steinólfsdóttir

Dómnefndin – F.v. Bára Karlsdóttir, Sverrir Þór Halldórsson og Halla Steinólfsdóttir

Í dómnefndinni voru eftirfarandi:

  • Halla Steinólfsdóttir bóndi frá Slow food
  • Bára Karlsdóttir veitingamaður á Café Riis Hólmavík
  • Sverrir Þór Halldórsson Matreiðslumeistari

Úrslit urðu þessi:

1. sæti Hafdís Sturlaugsdóttir með rúllupylsuna Fjalladrottningin

1. sæti Hafdís Sturlaugsdóttir með rúllupylsuna Fjalladrottningin

 

Fjalladrottningin

Fjalladrottningin

1. sæti

Í fyrsta sæti var Fjalladrottningin en höfundar eru Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson í Húsavík. „Villijurtabragðið kemur vel í gegn og sérstaklega er blóðbergið yfirgnæfandi“, og þar með vörðu Hafdís og Matthías titillinn frá því í fyrra.

2. sætið Jón Jónsson með rúllupylsuna Strandasæla

2. sætið Jón Jónsson með rúllupylsuna Strandasæla

Strandasæla

Strandasæla

2. sæti

Í öðru sæti var Strandasæla, sem Jón Jónsson aðstoðarmaður hjá Ferðaþjónustunni Kirkjubóli á Ströndum hafði útbúið, með sojasósu, rauðlauk og sveppum.

3. sætið og frumlegasta rúllupylsan fengu Kirkjubólssystkinin Jón Valur Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir

3. sætið og frumlegasta rúllupylsan fengu Kirkjubólssystkinin Jón Valur Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir

Ein með öllu - Frumlegasta rúllupylsan

Ein með öllu – Frumlegasta rúllupylsan

3. sæti og frumlegasta rúllupylsan

Í þriðja sæti var rúllupylsan „Ein með öllu“ sem Jón Valur Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir á Kirkjubóli gerðu. Þau notuðu hráan lauk og steiktan, tómat, remúlaði og sinnep í sína rúllupylsu. Sú pylsa var einnig valin sú frumlegasta í keppninni.

Vel var að þessu staðið og samfélaginu til framdráttar.

 

Myndir: Valdís Einarsdóttir

twitter og instagram icon

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið