Vertu memm

Markaðurinn

Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó

Nú á dögunum hélt Iðan í samstarfi við konditor snillinginn og fyrrum landsliðskokkinn Ólöfu Ólafsdóttur námskeiðið ”Ómótstæðilegir eftirréttir”.

Markmið námskeiðsins var að þjálfa aðferðir og vinnubrögð við eftirrétti og eftirréttakökur. Áhersla var lögð á að ná góðri færni þar sem meðal annars var farið í temprun á súkkulaði, súkkulaðiskraut, gljá/hjúpun að eftirréttum og litlum kökum, samsetningu eftirrétta á disk svo fátt eitt sé nefnt.

Námskeiðið var kennt í þrjá daga í röð í húsi fagfélaganna og stærsti hluti þess var verklegt.

Óhætt er að segja að námskeiðið hafi verið vel heppnað og þátttakendur mjög sáttir með afraksturinn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið