Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði flytur í gula húsið við höfnina

Birting:

þann

Hótel Sigló - Rauðka - Hannes Boy - Sunna - Siglufjörður

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði flytur í gula húsið við höfnina þar sem Hannes Boy var áður til húsa
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði birti nú í kvöld tilkynningu á facebook þar sem segir að Torgið verði lokað á morgun, mánudaginn 30. maí og á þriðjudaginn 31. maí.

Þessa dagana standa yfir flutningar en Torgið mun flytja í gula húsið við höfnina þar sem Hannes Boy var áður til húsa og opnar Torgið formlega á hinum nýja stað 1. júní næstkomandi.

„Við Hjónin Auður og Danni þökkum fyrir frábær 6.5 ár í aðalgötunni og eigum eftir að sakna götunnar.“

Torgið veitingastaður á Siglufirði

Veitingahjónin á Torginu, Daníel Pétur Baldursson og Auður Ösp Hlíðdal Magnúsdóttir.
Mynd: facebook / Torgið restaurant

Segir meðal annars í tilkynningu, en það eru hjónin Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður og Auður Ösp Magnúsdóttir sem standa að baki veitingastaðnum Torginu á Siglufirði.

Engar meirháttar áherslubreytingar verða á matseðli, pizzurnar verða á sínum stað sem og hamborgarnir svo fátt eitt sé nefnt.

Sólrún Guðjónsdóttir, Jimmy Wallster, Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir - Siglufjörður

F.v. Sólrún Guðjónsdóttir, Jimmy Wallster, Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir
Mynd: trolli.is

Rauðka mun einnig bjóða upp á sínar útgáfur af pizzum eins og síðustu ár.

Í febrúar s.l., sjá nánar hér, leigði Keahótel allan rekstur Sigló Hótels á Siglufirði og gekk meðal annars inn í rekstur veitingadeildar sem rekur veitingastaðina Sunnu, Rauðku og Hannes Boy sem nú verður Torgið. Rekstraraðilar veitingadeildar á Siglufirði eru KeaHótel, hjónin Halldóra Guðjónsdóttir og Bjarni Rúnar Bequette, hjónin Jimmy Wallster og Sólrún Guðjónsdóttir og hjónin Daníel Pétur Baldursson og Auður Ösp Magnúsdóttir.

Keahótel tekur við rekstri Sigló Hótels

Frá undirskrift í febrúar s.l. þegar Keahótel tók við rekstri Sigló Hótels
Aron Pálsson, María Elín Sigurbjörnsdóttir, Róbert Guðfinnsson, Páll L. Sigurjónsson
Mynd: aðsend

Sjá einnig:

Þrír veitingastaðir á sömu þúfunni

Keahótel taka við rekstri Sigló Hótels

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið