Viðtöl, örfréttir & frumraun
Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði flytur í gula húsið við höfnina

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði flytur í gula húsið við höfnina þar sem Hannes Boy var áður til húsa
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði birti nú í kvöld tilkynningu á facebook þar sem segir að Torgið verði lokað á morgun, mánudaginn 30. maí og á þriðjudaginn 31. maí.
Þessa dagana standa yfir flutningar en Torgið mun flytja í gula húsið við höfnina þar sem Hannes Boy var áður til húsa og opnar Torgið formlega á hinum nýja stað 1. júní næstkomandi.
„Við Hjónin Auður og Danni þökkum fyrir frábær 6.5 ár í aðalgötunni og eigum eftir að sakna götunnar.“

Veitingahjónin á Torginu, Daníel Pétur Baldursson og Auður Ösp Hlíðdal Magnúsdóttir.
Mynd: facebook / Torgið restaurant
Segir meðal annars í tilkynningu, en það eru hjónin Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður og Auður Ösp Magnúsdóttir sem standa að baki veitingastaðnum Torginu á Siglufirði.
Engar meirháttar áherslubreytingar verða á matseðli, pizzurnar verða á sínum stað sem og hamborgarnir svo fátt eitt sé nefnt.

F.v. Sólrún Guðjónsdóttir, Jimmy Wallster, Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir
Mynd: trolli.is
Rauðka mun einnig bjóða upp á sínar útgáfur af pizzum eins og síðustu ár.
Í febrúar s.l., sjá nánar hér, leigði Keahótel allan rekstur Sigló Hótels á Siglufirði og gekk meðal annars inn í rekstur veitingadeildar sem rekur veitingastaðina Sunnu, Rauðku og Hannes Boy sem nú verður Torgið. Rekstraraðilar veitingadeildar á Siglufirði eru KeaHótel, hjónin Halldóra Guðjónsdóttir og Bjarni Rúnar Bequette, hjónin Jimmy Wallster og Sólrún Guðjónsdóttir og hjónin Daníel Pétur Baldursson og Auður Ösp Magnúsdóttir.

Frá undirskrift í febrúar s.l. þegar Keahótel tók við rekstri Sigló Hótels
Aron Pálsson, María Elín Sigurbjörnsdóttir, Róbert Guðfinnsson, Páll L. Sigurjónsson
Mynd: aðsend
Sjá einnig:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt7 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu





