Viðtöl, örfréttir & frumraun
Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði flytur í gula húsið við höfnina
Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði birti nú í kvöld tilkynningu á facebook þar sem segir að Torgið verði lokað á morgun, mánudaginn 30. maí og á þriðjudaginn 31. maí.
Þessa dagana standa yfir flutningar en Torgið mun flytja í gula húsið við höfnina þar sem Hannes Boy var áður til húsa og opnar Torgið formlega á hinum nýja stað 1. júní næstkomandi.
„Við Hjónin Auður og Danni þökkum fyrir frábær 6.5 ár í aðalgötunni og eigum eftir að sakna götunnar.“
Segir meðal annars í tilkynningu, en það eru hjónin Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður og Auður Ösp Magnúsdóttir sem standa að baki veitingastaðnum Torginu á Siglufirði.
Engar meirháttar áherslubreytingar verða á matseðli, pizzurnar verða á sínum stað sem og hamborgarnir svo fátt eitt sé nefnt.
Rauðka mun einnig bjóða upp á sínar útgáfur af pizzum eins og síðustu ár.
Í febrúar s.l., sjá nánar hér, leigði Keahótel allan rekstur Sigló Hótels á Siglufirði og gekk meðal annars inn í rekstur veitingadeildar sem rekur veitingastaðina Sunnu, Rauðku og Hannes Boy sem nú verður Torgið. Rekstraraðilar veitingadeildar á Siglufirði eru KeaHótel, hjónin Halldóra Guðjónsdóttir og Bjarni Rúnar Bequette, hjónin Jimmy Wallster og Sólrún Guðjónsdóttir og hjónin Daníel Pétur Baldursson og Auður Ösp Magnúsdóttir.
Sjá einnig:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður