Viðtöl, örfréttir & frumraun
Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði flytur í gula húsið við höfnina
![Hótel Sigló - Rauðka - Hannes Boy - Sunna - Siglufjörður](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/05/siglo-hotel-8-1024x768.jpg)
Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði flytur í gula húsið við höfnina þar sem Hannes Boy var áður til húsa
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði birti nú í kvöld tilkynningu á facebook þar sem segir að Torgið verði lokað á morgun, mánudaginn 30. maí og á þriðjudaginn 31. maí.
Þessa dagana standa yfir flutningar en Torgið mun flytja í gula húsið við höfnina þar sem Hannes Boy var áður til húsa og opnar Torgið formlega á hinum nýja stað 1. júní næstkomandi.
„Við Hjónin Auður og Danni þökkum fyrir frábær 6.5 ár í aðalgötunni og eigum eftir að sakna götunnar.“
![Torgið veitingastaður á Siglufirði](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2021/10/torgid-danni-audur.jpg)
Veitingahjónin á Torginu, Daníel Pétur Baldursson og Auður Ösp Hlíðdal Magnúsdóttir.
Mynd: facebook / Torgið restaurant
Segir meðal annars í tilkynningu, en það eru hjónin Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður og Auður Ösp Magnúsdóttir sem standa að baki veitingastaðnum Torginu á Siglufirði.
Engar meirháttar áherslubreytingar verða á matseðli, pizzurnar verða á sínum stað sem og hamborgarnir svo fátt eitt sé nefnt.
![Sólrún Guðjónsdóttir, Jimmy Wallster, Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir - Siglufjörður](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2020/09/siglo-veitingar.jpg)
F.v. Sólrún Guðjónsdóttir, Jimmy Wallster, Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir
Mynd: trolli.is
Rauðka mun einnig bjóða upp á sínar útgáfur af pizzum eins og síðustu ár.
Í febrúar s.l., sjá nánar hér, leigði Keahótel allan rekstur Sigló Hótels á Siglufirði og gekk meðal annars inn í rekstur veitingadeildar sem rekur veitingastaðina Sunnu, Rauðku og Hannes Boy sem nú verður Torgið. Rekstraraðilar veitingadeildar á Siglufirði eru KeaHótel, hjónin Halldóra Guðjónsdóttir og Bjarni Rúnar Bequette, hjónin Jimmy Wallster og Sólrún Guðjónsdóttir og hjónin Daníel Pétur Baldursson og Auður Ösp Magnúsdóttir.
![Keahótel tekur við rekstri Sigló Hótels](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2022/02/mynd-keahotel-siglohotel-1-1024x683.jpg)
Frá undirskrift í febrúar s.l. þegar Keahótel tók við rekstri Sigló Hótels
Aron Pálsson, María Elín Sigurbjörnsdóttir, Róbert Guðfinnsson, Páll L. Sigurjónsson
Mynd: aðsend
Sjá einnig:
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan