Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðurinn Sjáland opnar – Sjáðu myndirnar af staðnum, kokteilunum og matnum
Sjáland er nýr veitingastaður sem staðsettur er við Ránargrund 4 við Arnarnesvoginn í Garðabæ. Glæsilegur veitingastaður sem býður upp á fjölbreytta möguleika, veislusal, veitingastað, kaffihús ofl.
Yfirmatreiðslumenn Sjálands eru þeir Ólafur Ágústsson, Rúnar Pierre Heriveaux og Víðir Erlingsson.
- Ólafur Ágústsson
- Rúnar Pierre Heriveaux
- Víðir Erlingsson
Veislusalur Sjálands tekur allt að 200 manns í sæti, ásamt því að veitingastaður Sjálands tekur 80 í sæti og 300 til 400 manns í standandi pinnaveislu. Hægt er að opna á milli veislusals og veitingahúss sem býður uppá skemmtilega möguleika.
Stórt og mikið útisvæði er við Sjáland sem er á tveimur hæðum með stórbrotið útsýni.
Boðið er upp á spennandi matseðil sem sameinar nútíma norræna matargerð og ítalska flatbökuðhefð.
Kokteilseðill af bestu gerð ásamt gott úrval af bakkelsi og girnilegum hnallþórum fyrir kaffihúsið.
https://www.instagram.com/p/B_99dpPAcp8/
Viðtökur eru greinilega góðar í veislusalinn, þar sem einungis nokkrar lausar dagsetningar eru í maí og júní.
Opnunartími Sjálands er alla daga frá kl. 11:30 til 23:00
Skoðaðu Sjáland í þrívídd með því að smella á eftirfarandi vefslóðir:
Skoðið heimasíðu staðarins með því að smella hér.
Myndir
Sjáland – Ljósmyndari: Ari Magg
Maturinn – Ljósmyndari: Sigurjón Ragnar
Kokteilar- Ljósmyndari: Sigurjón Ragnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður


















































