Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðurinn Sjáland opnar – Sjáðu myndirnar af staðnum, kokteilunum og matnum
Sjáland er nýr veitingastaður sem staðsettur er við Ránargrund 4 við Arnarnesvoginn í Garðabæ. Glæsilegur veitingastaður sem býður upp á fjölbreytta möguleika, veislusal, veitingastað, kaffihús ofl.
Yfirmatreiðslumenn Sjálands eru þeir Ólafur Ágústsson, Rúnar Pierre Heriveaux og Víðir Erlingsson.
Veislusalur Sjálands tekur allt að 200 manns í sæti, ásamt því að veitingastaður Sjálands tekur 80 í sæti og 300 til 400 manns í standandi pinnaveislu. Hægt er að opna á milli veislusals og veitingahúss sem býður uppá skemmtilega möguleika.
Stórt og mikið útisvæði er við Sjáland sem er á tveimur hæðum með stórbrotið útsýni.
Boðið er upp á spennandi matseðil sem sameinar nútíma norræna matargerð og ítalska flatbökuðhefð.
Kokteilseðill af bestu gerð ásamt gott úrval af bakkelsi og girnilegum hnallþórum fyrir kaffihúsið.
https://www.instagram.com/p/B_99dpPAcp8/
Viðtökur eru greinilega góðar í veislusalinn, þar sem einungis nokkrar lausar dagsetningar eru í maí og júní.
Opnunartími Sjálands er alla daga frá kl. 11:30 til 23:00
Skoðaðu Sjáland í þrívídd með því að smella á eftirfarandi vefslóðir:
Skoðið heimasíðu staðarins með því að smella hér.
Myndir
Sjáland – Ljósmyndari: Ari Magg
Maturinn – Ljósmyndari: Sigurjón Ragnar
Kokteilar- Ljósmyndari: Sigurjón Ragnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi