Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðurinn Maika‘i opnar á Keflavíkurflugvelli

Sannkölluð hátíðarstemning var á vellinum í morgun þegar klippt var á borða, völlurinn skreyttur og gestum og gangandi boðið upp á popp í tilefni opnunar nýrra verslana.
Tvær nýjar verslanir og veitingastaður opnuðu á Keflavíkurflugvelli með pompi og prakt í dag. Veitingastaðurinn Maika‘i og skartgripaveslunin Jens opnuðu í svokölluðuð pop-up rýmum sem starfrækt verða á flugvellinum í takmarkaðan tíma.
Auk þess var bókabúð Pennans Eymundsson opnuð í nýju og stærra rými eftir rösklega flutninga á einni nóttu úr eldra rými búðarinnar í flugvallarbyggingunni. Sannkölluð hátíðarstemning var því á vellinum í morgun þegar klippt var á borða, völlurinn skreyttur og gestum og gangandi boðið upp á popp í tilefni opnunar nýrra verslana.
Pop-up verslanir lífga upp á flugvöllinn
Veitingastaðurinn Maika‘i hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár en um er að ræða skyndibita í hollari kantinum, hinar svokölluðu açaí skálar. Eigendur Maika‘i, Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson hófu sölu á skálunum í Mathöllinni við Höfða en opnuðu stuttu síðar fyrsta útibúið undir nafni Maika’i á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur. Síðan þá hefur Maika‘i vaxið og dafnað og hægt er að kaupa vörur þeirra í verslunum víða um land.

Jens fjölskyldan og aðrir starfsmenn Jens eru mjög spennt fyrir opnun nýrrar verslunar á Keflavíkurflugvelli
Jens er fjölskyldufyrirtæki sem nú er rekið af þriðju kynslóð gullsmiða sem hafa tekið þátt í að skapa og þróa íslenska skartgripatísku í 60 ár. Verslunin Jens hefur verið starfrækt við Grandagarð í Reykjavík, í Kringlunni og Smáralind en fjölskyldan og aðrir starfsmenn Jens eru mjög spennt fyrir opnun nýrrar verslunar á Keflavíkurflugvelli. Hægt verður að panta vörur hjá gullsmiðunum og sækja í fríhöfninni.
Njála frá 18. öld til sýnis
Bókabúð Pennans Eymundssonar hefur verið á Keflavíkurflugvelli um árabil en fyrr á þessu ári var tilkynnt að bókabúðin myndi flytja í annað rými og stækka u.þ.b. 30%. Áfram verður lögð mikil áhersla á sölu íslenskra og erlendra/þýddra bóka en einnig verður hægt að kaupa gjafa- og matvöru í versluninni. Að sama skapi mun farþegum standa til boða að berja augum fyrstu prentun af Njálu frá 1772.
„Við vinnum stöðugt að því að bæta upplifun farþega sem fara hér um, í samvinnu við góða samstarfsaðila, og erum mjög spennt fyrir þeim breytingum sem eiga sér stað á Keflavíkurflugvelli í sumar.
Bókabúðin er alltaf vinsælt stopp farþega og því sérstaklega ánægjulegt að hún sé komin í stærra rými. Að sama skapi er opnun þessara pop-up rýma liður í því að auka fjölbreytni í þeirri líflegu starfsemi sem verið hefur meðal samstarfsaðila á flugvellinum undanfarin ár,“
segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslun og veitingar hjá Isavia.
Isavia auglýsti nýverið laus svokölluð pop-up rekstrarrými á verslunar- og veitingasvæði Keflavíkurflugvallar. Fyrstu pop-up verslanirnar sem opnaðar voru eru því Maika‘i og Jens. Á næstu vikum verða fleiri pop-up veitingastaðir og verslanir opnuð á flugvellinum.
Farþegafjöldi hefur aukist gífurlega á síðustu mánuðum og í farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll verði 5,7 milljónir. Það er um 79% endurheimt á fjölda farþega frá 2019.
Myndir: isavia.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora