Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Veitingastaðurinn GOTT í Vestmannaeyjum opnar 28. maí | Myndir frá framkvæmdum

Birting:

þann

Veitingastaðurinn GOTT í VestmannaeyjumVið höfum ákveðið að opna GOTT veitingastað miðvikudaginn 28. maí. Opnunartíminn verður frá kl. 11:00 til 22:00. Það verður gaman og GOTT að sjá ykkur

, segir í tilkynningu á facebook síðu Gott.

Það eru þau hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason matreiðslumaður sem er fólkið á bakvið þennan veitingastað, sem staðsettur verður við Bárustíg 11 í Vestmannaeyjum.

Boðið verður upp á ferskan fisk, hollan og góðan hamborgara, sushi, flat breads eða Chapati með allskyns fyllingum, kjúklingi ofl. Take away línu sem tilbúin og hægt að kippa með sér.  Boðið verður upp á lífrænt kaffi og te lífrænt léttvín.  Á bakvið er 70 fermetra sólpallur þar sem hægt er að setjast niður, en sjálfur staðurinn tekur 30-40 manns í sæti.

Berglind og Sigurður endurnýta gömul húsgögn, en með því vilja þau hugsa vel um umhverfið og því endurnýta í bland við smá nýtt og það er einhver kósý sjarmur yfir því og gaman að gefa gömlu nýtt líf, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:

Veitingastaðurinn GOTT í Vestmannaeyjum

Veitingastaðurinn GOTT í Vestmannaeyjum

Veitingastaðurinn GOTT í Vestmannaeyjum

Veitingastaðurinn GOTT í Vestmannaeyjum

Veitingastaðurinn GOTT í Vestmannaeyjum

 

 

Myndir og myndatexti: af facebook síðu Gott.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið