Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðurinn GOTT í Vestmannaeyjum opnar 28. maí | Myndir frá framkvæmdum
Við höfum ákveðið að opna GOTT veitingastað miðvikudaginn 28. maí. Opnunartíminn verður frá kl. 11:00 til 22:00. Það verður gaman og GOTT að sjá ykkur
, segir í tilkynningu á facebook síðu Gott.
Það eru þau hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason matreiðslumaður sem er fólkið á bakvið þennan veitingastað, sem staðsettur verður við Bárustíg 11 í Vestmannaeyjum.
Boðið verður upp á ferskan fisk, hollan og góðan hamborgara, sushi, flat breads eða Chapati með allskyns fyllingum, kjúklingi ofl. Take away línu sem tilbúin og hægt að kippa með sér. Boðið verður upp á lífrænt kaffi og te lífrænt léttvín. Á bakvið er 70 fermetra sólpallur þar sem hægt er að setjast niður, en sjálfur staðurinn tekur 30-40 manns í sæti.
Berglind og Sigurður endurnýta gömul húsgögn, en með því vilja þau hugsa vel um umhverfið og því endurnýta í bland við smá nýtt og það er einhver kósý sjarmur yfir því og gaman að gefa gömlu nýtt líf, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:
- Verkefni dagsins fyrir veitingastaðinn! Siggi smíðaði afgreiðsluborð með antik gluggalistum og ég heklaði púða.
- GOTT fatahengi sem kokkurinn bjó til.
- Siggi setti epli í tréin fyrir utan og túristarnir skilja ekkert í þessu. Stoppa fyrir utan og taka myndir…
- Berglind Sigmarsdóttir
- Sigurður Gíslason
Myndir og myndatexti: af facebook síðu Gott.
![]()
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar5 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn1 dagur síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Keppni7 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn1 dagur síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
















