Starfsmannavelta
Veitingastaðirnir í Gránufélagshúsinu loka

Gránufélagshúsin.
Húsið á sér víðamikla og merkilega sögu. Húsið er rótgróinn hluti af sögu Akureyrarbæjar, þar sem það hefur staðið í ein 140 ár og er jafnframt elsta hús sem stendur á Oddeyri.
„Því miður hefur verið tekin ákvörðun um að loka veitingastöðunum hér í Gránufélags húsnæðinu.“
Segir í tilkynningu og á þar við veitingastaðina Eyr og Austur PizzaBar á Akureyri.
Sjá einnig: Tveir nýir veitingastaðir opna á Bryggjunni á Akureyri
Veitingarekstur hefur verið í húsinu síðastliðin 10 ár, en nú stendur til að húsið fái nýtt hlutverk. Gránufélagshúsið var auglýst til sölu í september í fyrra, en að sögn eiganda hússins, Róberts Häsler matreiðslumeistara, sem er jafnframt rekstraraðili veitingastaðanna sem í húsinu voru, þá langaði hann að sjá hvort einhver áhugi væri fyrir húsinu.
„Þetta eru bara þreifingar. Húsið er stórt og býður upp á fjölbreyttari rekstur en þann sem er hér núna. Það væri gaman að fá enn meira líf í þetta stóra og mikla hús, maður veit aldrei nema einhver þarna úti sé með góða hugmynd,“
segir Róbert í samtali við akureyri.net í fyrra, en skrifstofur Niceair voru m.a. áður í húsinu.
Róbert sagði í viðtali að hann sá ekki fyrir sér að veitingastaðirnir tveir sem fyrir eru í húsinu séu að fara þaðan heldur miklu frekar að nýir eigendur geti fengið leigusamning með í kaupunum, en það hefur greinilega orðið breyting á.
Mynd: bryggjan.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum