Starfsmannavelta
Veitingastaðirnir í Gránufélagshúsinu loka
„Því miður hefur verið tekin ákvörðun um að loka veitingastöðunum hér í Gránufélags húsnæðinu.“
Segir í tilkynningu og á þar við veitingastaðina Eyr og Austur PizzaBar á Akureyri.
Sjá einnig: Tveir nýir veitingastaðir opna á Bryggjunni á Akureyri
Veitingarekstur hefur verið í húsinu síðastliðin 10 ár, en nú stendur til að húsið fái nýtt hlutverk. Gránufélagshúsið var auglýst til sölu í september í fyrra, en að sögn eiganda hússins, Róberts Häsler matreiðslumeistara, sem er jafnframt rekstraraðili veitingastaðanna sem í húsinu voru, þá langaði hann að sjá hvort einhver áhugi væri fyrir húsinu.
„Þetta eru bara þreifingar. Húsið er stórt og býður upp á fjölbreyttari rekstur en þann sem er hér núna. Það væri gaman að fá enn meira líf í þetta stóra og mikla hús, maður veit aldrei nema einhver þarna úti sé með góða hugmynd,“
segir Róbert í samtali við akureyri.net í fyrra, en skrifstofur Niceair voru m.a. áður í húsinu.
Róbert sagði í viðtali að hann sá ekki fyrir sér að veitingastaðirnir tveir sem fyrir eru í húsinu séu að fara þaðan heldur miklu frekar að nýir eigendur geti fengið leigusamning með í kaupunum, en það hefur greinilega orðið breyting á.
Mynd: bryggjan.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa